„Ég algjörlega fyrirlít þetta rugl“ – Guðlaug segir okkur sögu sína

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is 

Ég á ennþá mjög erfitt með að sætta mig við það að mér var nauðgað og að viðurkenna það fyrir sjálfri mér.

Ég man eftir þessu eins og þetta hefði gerðist í gær og ég mun aldrei gleyma þessum atburði. Atburði sem ég vildi óska þess að hafi aldrei gerst.

Dag einn var þessi maður og biðja mig um að hitta sig, eftir að ég kom til hans breyttist hann í eitthvað sem var mjög ólíkt honum og hrædd við. Hann klæddi mig úr öllum fötunum og réðst á mig kynferðislega, ég veit ekki hversu oft ég bað hann um að hætta en hann bara hlustaði ekkert á mig. Hann hélt mér fastri og hélt bara áfram að nauðga mér.

Fyrstu vikurnar eftir þetta þorði ég einfaldlega ekkert að fara út og einangraði mig mjög mikið, gat ekki horft á sjálfa mig í spegli því mér fannst ég svo skítug og ógeðsleg. Gekk rosalega illa í skólanum og var greind með áfallastreituröskun og kvíða. Ég átti mjög erfitt með svefn og fékk miklar matraðir um þennan mann, fékk roslega mikla skömm yfir mig og hélt að þetta væri allt mér að kenna. Hélt að mér myndi aldrei líða vel og íhugaði oft sjálfsvíg.

Ég kærði viðkomandi og 2 árum seinna sá ég hann í eigin persónu, mér fannst það algjörlega seinasta sem ég átti skilið. Í fangelsinu fær hann td.menntun, meðferð og allt þannig og það sem ég get gert er að reyna að lifa með þessu og borga 13 þúsund á tímann hjá sálfræðingi og kvíðalyf? Þetta er nátturulega aldrei í lagi þetta dómskerfi hérna á Íslandi og ég algjörlega fyrirlít þetta rugl.

En í dag átta ég á því að þetta var EKKI mér að kenna og ég hef ekkert til þess að skammast mín fyrir.Ég er fórnarlambið ekki hann. Á svo góða vini og fjölskyldu sem er búin að hjálpa mér svo mikið í gegnum þetta allt saman, án þeirra væri þetta ekki jafn auðvelt. Mér líður svo miklu betur núna í dag heldur en áður, mér gengur ótrúlega vel í skólanum og er búin að missa 10 kiló og er bara rosalega mikið að vinna í sjálfri mér og byggja upp mitt sjálfstraust. Fyrsta sem maður á að gera er að segja frá!!, það gerir miklu verra fyrir mann að hafa þetta inn í sér og það nagar mann algjörlega að innan. Það er ALLTAF hægt að líða vel eftir svona ofbeldi, maður á ALDREI að gefast upp! Vonandi verður þetta hvatning fyrir aðrar stelpur til að koma fram og rjúfa sína þögn !
Takk fyrir að lesa 🙂
-Guðlaug

SHARE