Ég er ekki blóðfaðir hennar

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

Eftir 13 mánuði í óvissu að þá kom loks að því að niðurstöður litlu prinsessunnar kæmu. Þá á ég við þá 8 mánuði sem ég vissi af henni í móðurkviðnum og svo þá 5 mánuði sem ég hef fengið að taka þátt í lífi hennar og vera til staðar fyrir hana.

Ég vona að það sem ég á eftir að segja, geti orðið einhverjum til hjálpar. Það að ganga í gegnum svona tíma, sem maður veit ekki, hvort maður sé að verða pabbi eða ekki, getur verið óþægilegur.

Í mínu tilviki voru 5 dagar á milli mín og hins sem kom til greina. Þegar ég vissi að ég gæti komið til greina sem faðir barnsins, tók yfir mig ofsagleði. Við hittumst daginn eftir og ræddum málin. Þetta var bæði óþægileg staða fyrir móður, mig og hinn aðilann.

Á þessum tíma var ég ekki í sambandi með móðurinni. Við hittumst í eitt skipti. Og ég eins og ég var á þessum tíma, frekar óþekkur þegar það kom að kvennamálum. Hafði ekki hugsað mér slíkt.

Að þurfa að bíða lengi eftir þessu, var óþægilegt. Líðan mín gagnvart þessu var eins og jójó. Eina stundina var ég glaður og aðra stundina hræddur og fannst þetta svo óþægilegt, og reyndi sem minnst að hugsa út þetta.

En á ákveðnum tímapunkti, stend ég frammi fyrir þeirri ákvörðun að þurfa taka ákvörðum, hvar ég stæði. Á þessum tímapunkti voru 5 mánuðir í settan tíma á litlu prinsessunni.

En hún sagði að góður pabbi, er ekki bara helgarpabbi, heldur sá sem er til staðar fyrir barnið.

Bæði hafði kona í vinnunni, spurt mig spurningar sem lét mig ekki í friði. Hvernig pabbi ætlar þú þér að verða? Ég svaraði góður pabbi. Hún spurði þá á móti, hvað er góður pabbi? Ég var ekki viss hvernig ég ætti að svara þessu. En hún sagði að góður pabbi, er ekki bara helgarpabbi, heldur sá sem er til staðar fyrir barnið.

Einnig hafði móðir litlu prinsessunar, sagt við mig, færi niðurstaðan á þann veg að ég ætti hana, að þá gæti ég séð eftir því að hafa ekki tekið tíma til að kynnast henni. Ég lokaði á allt kvennastúss, á þessum tímapunkti, og vildi hafa eitthvað að gefa barninu, þegar það kæmi að því að hún kæmi í heiminn.

Ég var heppinn að fá að sjá sónarmyndir oflr. En þegar 3d sónarmyndirnar komu, lá ég yfir þeim, skoðaði myndirnar af þeim. Þar fann ég eina mynd sem sást vel í andlitið á henni, og varð nokkuð viss um að ég gæti átt hana.

Þegar tíminn fór að nálgast að fæðingin ætti sér stað, tók ég ákvörðun um að auka samskipti mín við móðurina. Ég var samt varkár og vildi gera allt rétt hvað þetta varðaði. Við byrjuðum að byggja upp vináttu og töluðum saman á hverjum degi, og stundum allan daginn síðustu mánuði meðgöngunar.

Fyrst til að byrja með, byrjaði ég að finna fyrir væntumþykju til hennar, sem þróaðist svo í hrifningu. En ég sat á mér, og vildi bíða, og ekki gera neitt sem gæti komið henni úr jafnvægi.

Þegar það kom svo að fæðingunni og litla prinsessan kom í heiminn, að þá breyttist allt. Ég fann fyrir ótta, á ég að fara og sjá hana, eða á ég að sitja á mér og bíða. En mér varð þá minnug þau orð sem töluð voru til mín, að vera til staðar og eftirsjá að missa af byrjuninni af ævi hennar.

Ég sló til og fór upp á fæðingardeild, þegar ég fékk hana í hendurnar í fyrsta sinn, að þá brutust fram tilfinningar sem ég hafði aldrei fundið svo sterkt fyrir áður. Ég var ekki viss hvort ég ætti að halda aftur að mér, eða leyfa þessum sterku tilfinningum, sem ég kýs að kalla föðurást, flæða til hennar. Ég leyfði mér að finna þessa ást til hennar, þrátt fyrir að vita ekki hvort ég væri blóðfaðir hennar.

Eftir að ég fór heim, heltust yfir mig hugsanir, hvað ef ég á hana ekki?

Eftir að ég fór heim, heltust yfir mig hugsanir, hvað ef ég á hana ekki? Hvað þá, á ég þá eftir að verða sár eða fyrir vonbrigðum? Ég ræddi um þetta við vin minn sem hafði verið i svipuðum aðstæðum sjálfur, nokkrum árum áður. Þar sem ég hef unnið mikið í sjálfum og mér og verið 12 spora maður í fjölda ára,  vissi ég, að maður mætti ekki byrgja neitt svona innra með sér. Það er alltaf best að byrja strax að vinna úr hlutunum.

Dagarnir liðu og ég var svo hugfanginn af litlu prinsessunni, að ég gat ekki hugsað um neitt annað en að fá að sjá hana aftur. Ég fór að fara í heimsókn til þeirra á daginn, og hjálpa til eins og ég gat með hana. Ég fór síðan að gista, og vakti stundum yfir henni svo að móðir hennar gæti fengið einhverja hvíld á nóttinni. Á stuttum tíma, tökum við ákvörðun um að vera saman. Þar sem ég bjó í öðru bæjarfélagi en hún,  vorum við stundum heima hjá mér, og stundum heima hjá henni. Við kölluðum það svona aðlögunartíma, og vildum sjá hvernig okkur gengi að búa saman.

En áður en við vissum af fluttum við í annað bæjarfélag þar sem er ódýrt og gott að búa. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt og þroskast heilmikið á þessum 5 mánuðum. Það er gríðarleg breyting þegar barn kemur í heiminn. Það er ekki lengur þessi hugsun ég um mig frá mér til mín, heldur er það ábyrgð á nýjum einstakling og gera sitt besta til að ala hann upp.

En þrátt fyrir þá óvissu um blóðfaðerni hennar, að þá tók ég samt þá ákvörðun, um að vera til staðar fyrir hana, og ala hana upp, sama hvernig færi með dna niðurstöðuna, og svo framarlega sem móðir hennar myndi vera með mér og leyfa mér að taka þátt í lífi hennar.

Bæði það að hún er nauðalík mér í útliti og hefur fæðingarmarkið mitt. Ég vissi ekki hvort ég ætti að brotna niður, eða hlaupa í burtu. En þar sem ég hafði ákveðið að vera til staðar, að þá sætti ég mig við niðurstöðurnar og vil trúa því að allt fari vel að lokum.

Ég væri að ljúga ef ég myndi segja, að það skipti ekki máli að vera blóðfaðir hennar. Því það gefur manni fullvissu um að fá að vera þátttakandi í lífi hennar. Ég elska þetta barn, og hef tekið henni eins og hún sé mín eigin dóttir. En nú þegar niðurstöður liggja fyrir, og mér í óhag. Að þá viðurkenni ég það vissulega, að ég fékk sjokk og öll þau sem voru inn í dómsalnum. Bæði það að hún er nauðalík mér í útliti og hefur fæðingarmarkið mitt. Ég vissi ekki hvort ég ætti að brotna niður, eða hlaupa í burtu. En þar sem ég hafði ákveðið að vera til staðar, að þá sætti ég mig við niðurstöðurnar og vil trúa því að allt fari vel að lokum.

Það tekur sinn tíma að jafna sig á þessu. En það síðasta sem maður má gera í svona aðstæðum er að loka sig af, eða leyfa neikvæðum tilfinningum að ná tökum á sér. Þetta er erfitt, maður er bogin en ekki brotinn, og lífið heldur áfram. Núna er það eina sem ég get gert, er að sætta mig við þetta eins og er.

Þótt ég sé ekki blóðfaðir hennar, að þá er ég pabbi hennar. Við erum náin og ég gef henni af tíma mínum á hverjum degi, ég tek frá tíma þar sem ég segi jákvæða hluti við hana og tala fallega til hennar og geri mitt besta að sjá til þess að hún fái allt það sem hún þarfnast.

Ég get ekki sagt að svona mál séu um að vinna eða tapa. Ég lít þannig á, að litla prinsessan sé orðin ríkari og á tvo pabba. Ég get heldur ekki leyft mér neina afbrýðissemi, minnimáttarkennd eða eitthvað neikvætt gagnvart hinum pabbanum. Ég er fastur á þeirri skoðun, að blóðforeldrar, eigi alltaf skilið að fá tækifæri til að kynnast börnum sínum.

Ég sé ekki eftir því, að hafa tekið ákvörðun um að taka ábyrgð, þrátt fyrir óvissu. Allt hefur sinn tilgang, og maður getur notað allar lífsreynslur til góðs. Ég get allavegana slegið á jákvæðar nótur, og sagt að þetta er besta æfing sem ég hef fengið í þolinmæði. Ég get líka klappað sjálfum mér á bakið fyrir það sem ég hef valið mér að gera. Ég kem sterkari og reyndari út úr þessum aðstæðum.

 

kv. Pabbinn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here