Ég er frekar feiminn – Siggi Gunnars á K100

Siggi Gunnars stjórnar Seinnipartinnum á K100 alla virka daga á milli klukkan 15-18  Hann hefur verið viðloðandi útvarps og sjónvarpsgerð í nokkur ár þrátt fyrir ungann aldur.  Margir þekkja hann af N4 stöðinni enda er hann fæddur og uppalinn á Akureyri.  Siggi er einn af fáum mönnum tekið hefur sjónvarpsviðtal á stuttbuxum og opnum sandölum fyrir fréttir á Stöð 2  Svo á hann það til að mæta degi of snemma í flug á leið sinni til Ósló á Eurovision það árið!

 

Fullt nafn: Sigurður Þorri Gunnarsson

.Aldur: 25

Hjúskaparstaða: Einhleypur.

Atvinna: Útvarpsmaður á K100, alla virka daga 15-18. Er einnig tónlistarstjóri útvarpssviðs Skjásins og sé um að móta tónlistina sem spiluð er á stöðvunum okkar, K100 og Retro 895.

Hver var fyrsta atvinna þín? Vinna í afgreiðslunni í KA (Knattspyrnufélag Akureyrar) á stórviðburðum, svona c.a. 10/11 ára gamall.

Manstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Unglingsárin voru eitt stórt tískuslys, enda pældi ég lítið í tísku þá. Þetta var rosa mikið jogging eitthvað. Einu sinni tók ég þó mjög meðvitaða tískuákvörðun, það var að fá mér strípur í hárið þegar ég var í 9. bekk… sú ákvörðun er svona minnisstæðasta tískuslysið.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Nei. Leyndarmál gera ekkert annað en að naga fólk að innan, það er öllum nauðsynlegt að létta af sér við einhvern.

Hefurðu farið hundóánægður úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Nei, ég er mjög tryggur kúnni þegar kemur að hárgreiðslufólki og hef aldrei farið óánægður út, enda skipt við alveg frábæra klippara! Jah, fyrir utan strípu ævintýrið… en það var mín sök!

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei. Þrátt fyrir að hafa mikinn áhuga á fólki, hef ég lítinn áhuga á einkamálum þess. Einkamál eru geymd inn í skápum.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Þau eru ansi mörg. Einu sinni tók ég langt viðtal við frekar þekktan Íslending sem ég samt gat ekki fyrir mitt litla líf munað nafnið á. Það var mjög erfið stund!

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Skyrtu, chinos eða gallabuxum og Nike Free skónum mínum.

Hefurðu komplexa? Já biddu fyrir þér. Ég er frekar feiminn, sem sumir hafa miskilið sem hroka, þori oft ekki að heilsa að fyrra bragði og svona. Það kemur fólki oft á óvart að einhver sem talar í útvarpið daglega og kemur fram í sjónvarpi geti verið feiminn, en það er sko alveg hægt. Svo er ég frekar flughræddur, sem er óhentugt, því ég flýg töluvert mikið á hverju ári!

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt?

A day without a laugh is a wasted day. – Charlie Chaplin

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Facebook og Twitter eru alltaf opin… og ég afsaka það alltaf með því að segja að ég “noti þetta svo mikið í vinnunni”

Seinasta sms sem þú fékkst? “Shit hvað þetta er kúl útgáfa af JT”

Hundur eða köttur? Er alveg gríðarlega veikur fyrir hundum, yndisleg dýr.

Ertu ástfanginn? Nei

Hefurðu brotið lög? Já, ég hef verið tekinn fyrir of hraðann akstur. Fékk að keyra bíl sem ég hafði ekki þroska fyrir, segjum það bara.

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Nei, á það alveg eftir. Það kemur einhvertímann, það er gott að tárast stundum.

Hefurðu stolið einhverju? Þegar ég var sex ára stal ég einni krít úr nammibar og mamma komst að því þegar við vorum komin út í bíl. Hún dró mig aftur inn í búðina, lét mig skila krítinni og biðja afgreiðslukonuna afsökunar. Þessu man ég alltaf eftir og hefur aldrei dottið í hug að stela einhverju eftir þetta.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Maður á ekki að dvelja í fortíðinni og velta sér upp úr hlutunum. Hinsvegar verð ég að viðurkenna að ég vildi að ég hefði haft kjark til þess að koma fyrr út úr skápnum. Frelsið sem maður öðlast við það er ólýsanlegt.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Á trillu í Hrísey.

 

1001584_10201659606907216_517092469_n

Siggi í Hrísey þar sem fjölskylda hans á hús.

10009321_472503179542737_1056623019_n

Skemmtilegur leikur í gangi á K100

SHARE