„Ég var í stríði við ill öfl þennan morgun“

Ég hef alltaf verið trúuð manneskja, þá meina ég trúuð á tilveru Guðs, Jesú, Maríu mey og almættið.

Ég hef upplifað mörg stór og smá kraftaverk í gengum lífið.

 

Eitt er mér sérstaklega minnisstætt, sem sýndi mér að ill öfl eru til og hafa áhrif á líf okkar.

Á þessu tímabili er þetta gerðist var ég mikið að vinna í að búa til íkóna; þ.e.a.s., fallegar Jesúmyndir sem ég límdi á tré og vann með þær þannig að þær litu út sem gamlir íkónar í allaveganna stærðum.

Á sama tímabili vissi ég að dóttir mín og vinir hennar voru oft í andaglasi, sagði ég þeim að mér væri illa við það, en gerði samt ekki neitt meira í því.

Svo er ég að laga til á heimilinu og inní herbergi dóttir minnar vantar stóra plötu/hillu úr fataskápnum hennar. Datt því í hug að hún hefði verið notuð í andaglasinu. En hvað hefði orðið af henni vissi ég ekki.

Nokkrum dögum seinna var ég á gangi, smá utan við hverfið sem við bjuggum í og rekst þá á hvítu plötuna úr skápnum. Á hana var skrifað stafrófið og eitthvað meir sem ég man ekki alveg, með svörtum tússpenna. Tók ég hana með heim til að hreinsa og setja á sinn stað.

Hvort það var næsta dag eða annan dag, vakna ég um morguninn og það er yndislegt sólarveður, sólin skein inní eldhúsið og allt var svo fallegt. Fékk mér kaffibolla og fór að skoða einn af fallegustu íkónunum mínum á matarborðinu. Næ í plötuna til að hreinsa hana og legg hana á borðið við hliðina á kaffibollanum og íkónanum. Næ í tusku og hreinsikrem og byrja að hreinsa hana. Verð ég þá vör við að það dimmir yfir himnum, held samt áfram, en himininn verður nú enn dekkri og engu líkara en að það sé að koma óveður, held en áfram með hreinsunina, ég hlýt að hafa rekið mig í kaffibollann og kaffið veltur á borðið og um íkónann, kaffið var út um allt, reyndi að flýta mér með að þurka það upp og það er komið óveður með vindi og rigningu. Næ því og klára að hreinsa plötuna, þannig að hún varð mjallahvít. Ekki líður meir en nokkur augnablik, hættir óveðrið og sólin skýn aftur eins fallega og hún gerði er ég kom fyrst inní eldhúsið um morguninn.

Þetta atvik kenndi mér að ég var í stríði við íll öfl þennann morgun og vann!

Þetta var myndin sem ég notaði til að búa til íkóninn.

ikona

 

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is. Ef þú hefur áhuga á að deila þinni reynslu, skoðun eða upplifun máttu senda hana á thjodarsalin@hun.is.

SHARE