„Ég var viss um að svona væri það sem karlmenn sýndu samúð“

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

————————

Mig langaði að deila þessu með ykkur minni sögu og er 24 ára úr höfuðborginni. Alla mína æsku og alveg frá því ég man eftir mér hef ég verið lögð í einelti. Það var fundið upp á öllu mögulegu til þess að geta gert daginn minn erfiðan, fullt af ljótum og ógleymanlegum orðum sem var hreytt í mann.

Varð fyrir miklu einelti og faðir hennar deyr

Ég var lamin til og frá, sumir tosuðu í hárið á mér og létu mig draga sig eftir göngunum sér til skemmtunar og alltaf ef ég sagði einhverjum fullorðnum frá, varð þetta helmingi verra eftir það því þá var ég kölluð klöguskjóða. Einnig var hrækt á mig og barin ennþá verr þannig að ég hætti orðið að þora segja frá.

Þegar ég var orðin 11 ára gerist það svo að pabbi deyr og þá fór ég ekki í skólann í einhvern tíma. Svo var ákveðið að nú þyrfti ég að byrja aftur í skólanum svo èg myndi ekki dragast aftur úr. Vá hvað ég var hrædd að fara aftur og ekki tilbúin í allan þennan pakka ofaní föðurmissinn, en það var bara að bíta á jaxlinn og fara í skólann. Ég ætlaði sko ekki að fara segja frá því hvað væri í gangi í skólanum.

„Pabbi þinn var svo feitur að það þurfti að sérsmíða risa stóra líkkistu undir hann!“

Ég fór ekki í fyrsta og annan tímann því það átti prestur að koma í skólann og segja krökkunum hvað hefði gerst svo èg þyrfti ekki að útskýra fyrir öllum afhverju ég hafi fengið svona langt frí. Svo mæti ég í skólann og vinkonur mínar bíða eftir því að hitta mig og fylgja mér inn. Skóladagurinn gekk eins og í sögu.  Ég var alveg látin í friði og á tímabili hélt ég að ég væri sofandi og mig hlyti að vera dreyma. Svo tekur dagurinn enda og ég var komin fram á gang, tilbúin til að fara heim og segja mömmu hvað það hefði gengið vel í skólanum, þegar labbar að mér ákveðin drengur og skvettir því framan í mig eins og sjóðandi heitu vatni: „pabbi þinn var svo feitur að það þurfti að sérsmíða risa stóra líkkistu undir hann!“

Ég get ekki enn þann daginn í dag lýst tilfinningunni sem kom, þegar hann hreytir þessu framan í mig. Það gat ekki verið að ég fengi 1 dag án þess að lenda í einhverju. Ég fer heim með skottið á milli lappanna og reyni að segja sem minnst því ég ætlaði sko alls ekki að segja mömmu frá þessu. Ég vildi alls ekki takast á við það sem myndi gerast ef hún færi í skólann og myndi tala við kennarana. Á þessu tímabili byrjaði ég að fitna frekar hratt þannig að því miður fengu krakkarnir ennþá meiri ástæðu til þess að stríða mér. Það var bara eitthvað sem ég þurfti að venjast, því ég vildi sko ekki fá endalausar hrákur í andlitið og láta kalla mig klöguskjóðu.

Kynferðisofbeldi í fjölskyldunni

Einhverjum mánuðum eftir andlát pabba byrjaði maður í fjölskyldunni að beita mig kynferðislegu áreiti, en ég var mikið í pössun hjá honum og konunni hans eftir að pabbi dó, því mamma var að vinna vaktavinnu.

Þetta byrjaði þannig að hann var alltaf að strjúka mér um lærin og magann og bringuna utanklæða og það gekk þannig í einhvern tíma og ég orðin alveg viss um að svona væri það sem karlmenn sýndu samúð. Svo fór þetta að versna og hann fór að fara innanundir fötin mín og alltaf að kyssa mig og troða tungunni sinni uppí mig.  Mér fannst þetta svo skrítið en ég var samt alveg viss um að þetta væri rétt því hann var alltaf að gera þetta og sagði svo alltaf: „ohh, èg er svo góður við þig er það ekki?“

Svo fór ég á kynþroskaskeið og það byrjuðu að koma brjóst og svona og þá fór þetta aldeilis versnandi. Hann fór að fara innan klæða og troða fingrunum lengst upp í leggönginn á mér og nudda stífhörðum vini sínum í mig og taka hendurnar á mér og hélt þeim við typpið á sér og runkaði sér með höndunum mínum.

Á þessum tíma áttaði ég mig á því að þetta væri ekki rétt en ég ætlaði sko aldeilis ekki segja frá, því ég vildi ekki að hann myndi líka gera eins og krakkarnir í skólanum og berja mig, hrækja framan í mig og kalla mig klöguskjóðu. Þarna fór ég að fitna mjög mikið og var farin að borða mjög mikið til þess að reyna láta mér líða vel. Svo líður þetta áfram svona um nokkurt skeið og ef ég gisti heima hjá honum, þá vaknaði hann stundum a nóttunni og vakti mig með því að vera hamast með fingurna inní mér.

„Þú mátt ekki segja mömmu þinni frá“

Svo varð ég 15 ára og var byrjuð i unglingavinnunni það sumarið og ákvað að fara í heimsókn til frænku minnar, sem var konan hans. Ég kom inn og enginn var heima en svo heyrði ég að einhver var í sturtu, þannig ég einhverrahluta vegna ákvað að það væri hún og settist í sófann og ætlaði að bíða eftir að hún væri búin. Á meðan á biðinni stóð steinsofnaði ég en vaknaði svo þegar hann var að leiða mig inn í svefnherbergi, en þar lagði hann mig í rúmið og byrjaði að taka mig úr fötunum og var að káfa á mér á meðan. Svo tekur hann í buxurnar og ég bið hann um að vinsamlegast gera það ekki en hann hlustar ekkert og segir að þetta sé allt í lagi, en ég segi honum að svo sé ekki og ég vilji þetta ekki. Ég bið hann aftur að gera þetta ekki en hann heldur samt áfram og svo veit ég ekki fyrr en hann er lagstur ofan á mig og er að nauðga mér.

Ég grátbið hann að hætta því þetta sé vont og ég vilji þetta ekki, en hann segir að þetta sé allt í lagi og þetta sé alltaf vont í fyrsta skipti. Svo klárar hann sitt og fer fram . Ég lá uppí rúmi í öngum mínum en ákvað svo að fara í föt og ætlaði bara að hlaupa út og fara heim en þá stoppar hann mig og segir: Þú manst að þú mátt ekki segja mömmu þinni frá, því þá drepur hún okkur!!“

Ég fer svo út alveg ónýt og vissi ekkert hvað ég átti að gera því mamma myndi drepa mig ef hún myndi frétta þetta, svo ég ákveð að segja engum frá, því ég vildi sko ekki að mamma myndi vera svona reið að hún myndi drepa mig..

Vildi frekar vera feit en að upplifa þetta aftur

Sumarið leið og ég var farinn að borða rosalega mikið og reyndi að vera helst alltaf með eitthvað í muninum svo mérmyndi ekki líða svona illa og hvað þá tala of mikið þannig að ég myndi ekki óvart segja frá.  Svo var það orðið þannig að ég vildi ekki orðið fara í heimsókn þessarar frænku minnar og hvað þá í pössun og taldi mömmu sko trú um það að ég væri sko alveg orðin nógu gömul til þess að vera ein heima.

Tíminn líður og ég byrja í framhaldsskóla og kynnist þar æðislegu fólki sem að eru góðir vinir mínir í dag og ég fer að segja einhverjum frá þessu svona aðeins til að létta á mér. En svo er ég orðin frekar mikið stór á þessum tíma og margt sem ég átti orðið mjög erfitt með að gera en ég vildi sko MIKIÐ frekar vera feit heldur en að lenda nokkurntímann í þessi aftur. Svo fer ég eitt skipti til heimilislæknis og hann segir mér það að ef ég ætli að ná að verða fullorðin, þá þurfi ég að fara grennast. Ég fór í öngum mínum til vinkvenna minna og segi þeim þessar fréttir og þær allar reyna að tala mig í það að fara í ræktina og borða hollar en nei ég tók það sko alls ekki í mál.

En svo einhverra hluta vegna ákvað ég að núna gengi þetta ekki lengur og ég ákvað að reyna peppa mig upp í það að fara í megrun. En það var alltaf einhver rödd í hausnum á mér sem stoppaði mig af og sagði „Ertu viss? Þú lendir sko ekki í þessu aftur á meðan þú lítur svona út,“ þannig ég hætti við.  Eftir svona hálft ár ákvað ég að fara í megrun, ég væri sko ekkert að fara lenda í þessu aftur.

Fór út á lífið með stelpunum og lenti í skelfilegri reynslu

Það gekk svo vel. Ég var þvílíkt dugleg og á nokkrum mánuðum voru 20 kg farin svo ákvað ég að nú væri sko komin tími til að fagna þessum áfanga mínum og fór út að skemmta mér með vinkonum mínum.  Við vorum á dansgólfinu að dansa og svaka fjör en þar kemur maður og býður mér uppá dans og ég fer og dansa með honum, en svo fer hann að vera frekar ágengur og ætlar að fara út í eitthvað káf. Ég bið hann að hætta og gerði honum ljóst að þetta væri ekki í lagi þannig að hann fer. Eftir smá tíma eftir að hann fer verður mér mál að fara á klósettið.

Þegar ég er komin á klósettið og ætla að loka hurðinni grípur einhver í hurðina og þar stendur maðurinn frá dansgólfinu. Ég ætlaði að fara út en þá ýtir hann mér aftur inn og fer að þukla á mér og ég segi honum að þetta sé ekki í lagi. Ég næ að komast framhjá honum og ætla að opna hurðina, þegar ég heyri að einhver er frammi, en þá skellir hann hurðinni á hendina á mér hrindir mér niður og kemur sínum vilja fram. Ég bað hann að hætta en það var ekkert virt og hann var farin að sýna mikla ofbeldishneigð þannig að ég fraus og þorði ekki að segja neitt. Allt í einu heyrði ég vinkonu mína vera kalla á mig á fullu fyrir utan og þá bankar einhver og mig tekst að öskra á hjálp og þá opnar einhver hurðina og þá gleymdi hann að læsa hurðinni aftur eftir að hann skellti henni á mig. Hann hysjar upp um sig og hleypur út.  Í þessu, hleypur vinkona mín til mín og fer með mér uppá slysó.

Svo líður tíminn og ég reyni að fara til sálfræðinga og geðlækna og fá aðstoð og þar er ég greind með áfallastreituröskun, ofsakvíða, mikið þunglyndi og átröskun. Allir eru að vilja gerðir að aðstoða mig en sama hvað ég vildi enga aðstoð var það eina sem ég vildi, maturinn minn og mikið af honum og allt nammið mitt.

Ef einhver vogaði sér að kommenta á hvað ég borðaði að þá varð ég eins og ljónynja sem var að verja ungan sinn. Svo leið tíminn og ég var alltaf í allskonar viðtölum og stuðningsgrúppum. Líðanin varð örlítið skárri sem varð til þess að ég byrjaði að borða minna en aldrei hef ég fengið mig til þess að fara í megrun, en vonandi kemur að því einn daginn. En það er ég sem þarf að finna það með sjálfri mér enginn annar!!

Stærri ástæða en græðgi

Ástæðan fyrir því að mig langar til þess að deila þessu með ykkur, er í von um að fólk fari að hugsa sig aðeins um áður en það skýtur á fólk eitthvað um það hvernig það lítur út. Það er svo rosalega oft sem ég fæ að heyra frá fólki sem ég þekki ekki neitt hvernig ég sé þetta og hvernig ég sé hitt. Það sem stendur mér efst í huga er þegar ég var að skemmta mér með vinum að það er eldri maður sem að eltir mig útum allt og allar þybbnar stúlkur á þessum skemmtistað og er að taka myndir af okkur. Á endanum labba ég til hans og spyr hann hvað hann sé að meina með því að vera elta mig og fleiri stúlkur hér og taka af okkur endalausar myndir bæði á myndavélina og símann sinn. Hann tjáir mér það að það sé útaf þvi hvernig ég líti út og hann sé að taka myndir til þess að fara með í fjölmiðla um það hvernig konur eigi ekki að líta út !

Þannig að kæri lesandi áður en þú ákveður fyrir okkur þykkari fólkið hvernig við eigum að líta út hugsaðu þá hvort það geti verið einhver stærri ástæða heldur en græðgi!!!! Takk fyrir

 

SHARE