Eiginkona Robin Williams segir frá ástæðu sjálfsvígs hans

Grínleikarinn og dálæti svo margra Robin Williams svipti sig lífi árið 2014, eins og svo mörg okkar vita. Hann hafði verið greindur með Parksinsons tveimur mánuðum fyrir andlát sitt, en margir höfðu gert sér í hugarlund að ástæða sjálfsvígs hans hafi verið þunglyndi.

Sjá einnig: Robin Williams talaði um lífið

Eiginkona hans Susan Schneider hefur nú stigið fram og vill að heimurinn viti raunverulega ástæðu fyrir sjálfsvígi leikarans. Eftir andlát hans var hann greindur með sjúkdóm sem ber nafnið Lewy Body dementia, sem veldur því að sjúklingarnir þjást af hinum ýmsu einkennum á borð við, meltingarvandamál, skert lyktarskyn, svefnleysi og átti hann mjög erfitt með að halda uppi samræðum og að muna hvað hann átti að segja.

Síðustu mánuðirnir í hjónabandi þeirra voru gríðarlega erfiðir og var þeim ráðlagt að sofa í sitthvoru herberginu, en nóttina áður en Robin tók líf sitt sagði hann síðustu orð sín við eiginkonu sína, „góða nótt ástin mín“. Hann fannst síðan af aðstoðarkonu sinni, þar sem hann hafði hengt sig, að morgni dags 11. ágúst 2014.

 

SHARE