Einfaldur grænmetisréttur í ofni

Þessi einfaldi og bragðgóði réttur kemur frá Café Sigrún.

 

Einfaldur grænmetisréttur í ofni

 • 85 g pastarör eða skrúfur úr spelti
 • 1 blaðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar (miðjan notuð þ.e. hvíti endinn og blöðin ekki notuð)
 • 85 g frosnar, grænar baunir
 • 85 g frosið maískorn (má nota úr dós)
 • 1 rauð paprika, fræhreinsuð og skorin í sneiðar eða bita
 • 1 egg
 • 2 eggjahvítur
 • 20 ml sojamjólk
 • 60 g magur ostur (einnig má nota sojaost)
 • 2 msk parmesan ostur (má sleppa)
 • 1 gerlaus grænmetisteningur
 • Smá klípa steinselja
 • Smá klípa salt (Himalaya eða sjávarsalt) og svartur pipar
 • 0,5 tsk kókosolía
 • 1 lítri vatn

Aðferð

 1. Skerið blaðlaukinn í sneiðar.
 2. Skerið paprikuna í helminga, fræhreinsið og skerið í sneiðar eða bita.
 3. Setjið grænmetisteninginn í pott með vatninu. Látið suðuna koma upp.
 4. Sjóðið paprikuna, maískorn, grænar baunir og blaðlauk í 5 mínútur.
 5. Bætið pastanu út í pottinn með grænmetinu og sjóðið í 5-7 mínútur eða þangað til næstum því tilbúið.
 6. Sigtið vökvann frá (þurfið ekki að nota hann meira). Setjið pastablönduna í stóra skál.
 7. Aðskiljið tvær eggjahvítur frá eggjarauðunum og setjið í skál ásamt einu heilu eggi. Hrærið sojamjólk út í ásamt helmingnum af ostinum.
 8. Kryddið eftir smekk (með steinselju, salti og pipar).
 9. Hellið eggjablöndunni út í pastablönduna og blandið vel saman.
 10. Smyrjið eldfast mót (sem tekur rúmlega 1 lítra) með kókosolíu (dýfið eldhúspappír ofan í kókosolíu og nuddið eldfasta mótið að innan).
 11. Hellið blöndunni allri í eldfasta mótið.
 12. Dreifið afganginum af ostinum yfir réttinn ásamt parmesan ostinum.
 13. Bakið við 180°C í 20 mínútur.

Endilega smellið inn like-i á Facebook síðu Café Sigrún. 

Skyldar greinar
Passaðu upp á nýrun
Láttu þér líða vel
Hvað er hægðatregða?
Góður nætursvefn er lykillinn að góðri geðheilsu
Undirbúðu húðina fyrir farða
Varastu að borða þetta fyrir svefninn
Ert þú að þvo hendurnar rétt?
Mislingar
5 ráð til að bæta sjálfstraustið
Krydd eru allra meina bót
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Hollt og ljúffengt konfekt
Hvað er að vera vegan?
Góður svefn – aukin vellíðan
Allir af stað!
7 streitumistök sem við gerum flest