Einfaldur kjúklingur með brokkoli – uppskrift

1 meðalstór kjúklingur
1 tsk karrý
4 msk majónes
1 dós sveppasúpa
1 poki frosið brokkoli eða ferskt
rifinn ostur ofan á

Sjóðið kjúklinginn. Hrærið saman majónesi, karrý og sveppasúpu. Sjóðið brokkoli. Setjið brokkoli í eldfast mót, brytjið kjúklinginn og setjið hann ofan á , hellið sveppablöndunni ofan á að lokum stráið rifnum osti yfir.Setjið í 180 – 200°heitan ofn og eldið þangað til osturinn hefur bráðnað og tekið á sig fallegan lit.

Einnig er gott að skella hrísgrjónum með í réttinn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here