Einfalt sumarsalat með brokkolí, jarðarberjum og piparosti

Þetta sumarlega salat er kjörið sem meðlæti í grillveisluna eða í matarboðið. Æðislega ferskt og gott frá Eldhúsperlum.

min_IMG_2265

Sumarlegt salat með brokkolí, jarðarberjum og piparosti (Meðlæti fyrir ca. 4-5):

  • 1 höfuð Lambhagasalat, frekar smátt skorið
  • 1/2 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
  • 1 msk hvítvínsedik
  • 1 avocadó, skorið í litla teninga
  • 1 lítið höfuð brokkolí, hlutað niður og skorið í litla munnbita
  • 1 bakki jarðarber skorin í fjóra hluta
  • 1 pakki rifinn piparostur
  • Ólífuolía, svartur pipar og smá sjávarsalt

Aðferð: Byrjið á að skera rauðlaukinn í þunnar sneiðar, setjið í skál og hellið yfir hann 1 msk af hvítvínsediki og hrærið af og til í lauknum meðan restin af salatinu er útbúið. Við þetta mýkist laukurinn, verður aðeins sætari og ramma laukbragðið hverfur. Blandið öllu hinu saman í stórri salatskál og setjið laukinn síðast saman við, ásamt edikinu. Hellið smá ólífuolíu yfir og sáldið örlitlu sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar yfir.

min_IMG_2280

 

Skyldar greinar
Grænmetissúpa
Hvað er að vera vegan?
Hummus
Myndir
Döðlugott
Sykurpúðakakó
Ávaxtakaka með pistasíum
Drykkur sem bætir brennsluna á nóttunni
Gulrótaterta með kasjúkremi
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Brasilísk fiskisúpa
Myndband
Svona færðu bragðgóðan kjúkling
Bananasplit í glasi með salthnetum og rjóma
Brauðbollur með mozzarella
Ofnbakaður skötuselur í karrí-mangósósu með kúskús
Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma
Baka með sætum kartöflum