Elna Ragnarsdóttir – Ég sá strax að þetta var fyrir mig

Ég rakst á þessa mynd af árangri Elnu á netinu en ég varð mjög hissa því þetta var vægast sagt stuttur tími og rosalegur árangur sem hún náði á örfáum mánuðum.
Þessi hörkuduglega móðir hefur svo sannarlega staðið sig vel en við fengum að heyra söguna hennar og ferlið í kringum það að léttast og aðgerðina sem kom því af stað.

„Þetta byrjaði allt saman 2008 eða um það leiti þegar ég byrjaði í framhaldsskóla. Á þessum tíma var ég töluvert þunglynd, það lýsti sér þannig að ég nennti ekki neinu og lokaði mig af meira og minna. Á árunum 08-11 fitnaði ég rosalega, en árið 2011 eignaðist ég son minn en eftir það varð þetta ennþá meira og vaxandi vandamál í sambandi við þyngdina, ég var langt niðri og gerði lítið annað en að hanga heima hjá mér og borða.
Ég reyndi hitt og þetta til þess að grennast eins og Herbelife en það var án árangurs það í raun virkaði akkúrat öfugt á mig og ég fitnaði jafnvel enn meira við notkun þess. Ég var svo gott sem komin með nóg af þessu líferni sem varð til þess að ég og vinkona mín fórum að skoða aðgerðir á netinu til þess að hjálpa fólki að grennast.
Þar sá ég þessa aðgerð en hún kallast ,,sleeve gastrectomy‘‘. Ég las mér til um aðgerðina og skoðaði allt um hana á netinu ásamt því að skrá mig í spjallhóp um aðgerðina en ég tók eftir því að hún hafði reynst mörgum vel og borið árangur. Í raun sá ég að þetta var strax fyrir mig…“

„Ég pantaði tíma í aðgerðinni en það liðu aðeins nokkrir mánuðir þar til minn tími var en ég fékk dagsetninguna 25.juní. Við fórum þrjár skvísur saman út til Mexico en þar var aðgerðin framkvæmd. Ég tók tvær bestu vinkonur mínar með og er þeim ævinlega þakklát fyrir að hafa komið með mér.
Þetta var ekki eins stórt og það hljómar og eflaust hræðir það marga að ég hafi skráð mig í aðgerð í Mexico en raunin var ekki sú að þetta hafi verið nein svakaleg aðgerð. Ég mætti daginn fyrir og hitti alla sem áttu að koma að aðgerðinni, ég fór hring um spítalann og fékk að skoða mig um, einnig voru gerðar nokkrar rannsóknir. Eftir heimsóknina á sjúkrahúsið mátti ég fara uppá hótel og borða síðastu kvöldmáltíðina fyrir aðgerð… tja eða allavega í eðlilegri stærð!
Daginn sem aðgerðin var mætti ég en var þá næstum því hætt við vegna hræðslu, ég harkaði þó að mér og var svæfð og þá var ekki aftur snúið. Einum og hálfum klukkutíma vakna ég hress og kát en þremur tímum seinna var ég farin að labba.
Ferlið eftir aðgerðina var hinsvegar langt og strangt en það ferli var ekki auðvelt fyrir mig og fjölskyldu mína en við komumst í gegnum það og nýtt líf var byrjað.“

Ég gæti ekki verið ánægðari í dag, það er í raun og veru allt eins og áður nema hvað að ég borða mjög litla matarskammta, borða hollara fæði og reglulega… ég reyni að minnsta kosti. Lífið eftir aðgerðina er yndislegt en ég hefði ekki getað þetta án fjölskyldu og vina minna. Ég elska hvað ég er orðin hressari og virkari í einu og öllu, heilbrigðari bæði líkamlega og andlega.
Margir líta á svona aðgerðir sem lausn á vandamálinu en það er það engan veginn, þetta er aðeins tól til þess að hjálpa og koma fólki af stað. Ég þurfti að vinna mikið fyrir þessum kílóum sjálf sem ég hef misst. Ég breytti um lífstíl og fór að hreyfa mig.
Í dag rúmum 4 mánuðum eftir aðgerð er ég búin að missa 46kg og ég er ekki alveg búin að ná mínu markmiði svo ég held áfram.“

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here