Elskaðu sjálfa/n þig

Skortir þig sjálfstraust eða ertu að draga með þér fortíðina inn í framtíðina sem heldur aftur af þér og kemur í veg fyrir að þú getur komist áfram eins og þig langar? Kannski er eitthvað innra með þér sem lætur þig bera sjálfa/n þig saman við aðra í kringum þig. Það er hringrás neikvæðni sem getur með tímanum farið virkilega illa með þig.

Sjá einnig: 10 ástæður til að elska sterka konu

o-SELF-LOVE-HEART-facebook

Við höfum öll upplifað vonbrigði á okkur sjálfum og við eigum stundum erfitt með að fyrirgefa okkur sjálfum fyrir það sem við gerðum í fortíðinni og í hvert skipti sem við ætlum að gera betur, kemur upp samviskubitið sem dregur úr okkur kraftinn.

Því meira sem við ætlum að gera betur en í gær, því viðkvæmari verðum við fyrir því að mistakast aftur. Þess vegna verðum við að finna innra með okkur sjálfsást. Við verðum að brjóta niður veggina sem koma í veg fyrir að við getum sætt okkur við okkur sjálf. Við verðum að geta gengið í burtu úr aðstæðum og frá fólki sem draga úr okkur kraft og fylla lífið okkar af neikvæðni.

Sjá einnig: 6 merki þess að fólk sé að leyna litlu sjálfstrausti

“Hvettu sjálfa/n þig, trúðu á sjálfa/n þig og elskaðu sjálfa/n þig. Aldrei efast um það hver þú ert”

Vitanlega er ekkert eitt svar rétt, en eitthvað af eftirfarandi gæti mögulega hjálpað þér að komast aðeins áfram og læra að virða og elska sjálfan þig:

1. Lærðu að fyrirgefa fortíð þinni og haltu áfram inn í nútíðina.

2.  Sættu þig við fortíðina, því hún er partur af þér.

3.  Lærðu að fyrirgefa öðrum.

4.  Fagnaðu velgengni þinni og minntu sjálfa/n þig á það hvers megnug/ur þú ert.

5.  Prófaðu ný áhugamál og afþreyingu sem lætur þér líða vel gerir þig glaða/n.

6.  Æfðu þig í því að bjóðast til að hjálpa öðrum, án þess að ætlast til einhvers í staðinn.

7.  Lærðu að treysta tilfinningum þínum.

8.  Taktu þær aftur þær áhættur sem áður höfðu mistekist.

9.  Ekki sleppa þeim draumum sem skiptu þig máli.

10.  Hættu að reyna að láta alla elska þig. Einbeittu þér að þessum fáu sem standa með þér í gegnum allt.

11.  Farðu að skoða hugsanir þínar og einbeittu þér að þeim jákvæðu í stað þeirra neikvæðu.

12.  Taktu þér nokkurra daga frí frá internetinu.

13.  Settu hvetjandi myndir upp á veggina þína.

14.  Skrifaðu niður það sem þér þykir sérstakt um þig.

15.  Farðu í göngutúr og hugsaðu um líf þitt; Hvað þú hefur lært og áorkað nú þegar og hvað þér hefur tekist vel til.  

16. Umkringdu þig góðu og jákvæðu fólki.

17.  Taktu þér pásu og farðu í frí, jafnvel ein/n.

18.  Skrifaðu dagbók eða bloggaðu um hugsanir þínar, árangur og afrek.

19.  Einbeittu þér að því góða í þínu fari, því það gæti komið þér á óvart.

20.  Treystu þér til að skoða nýjar hugmyndir og tækifæri.

21.  Byrjaðu að breyta því sem þú veist að þú þarft að breyta.

22.  Lifðu í núinu, en ekki í fortíð eða framtíð.

23.  Vertu þín eigin uppspretta jákvæðra hugsana og gjörða.

24.  Hreyfðu þig og borðaðu hollan mat.

25.  Æfðu þig í því að vera heiðarleg/ur við sjálfa/n þig.

26.  Einbeittu þér meira að því að hugsa vel um sjálfan þig, farðu í hugleiðslu og endurspeglaðu þig sjálfa/n.

27.  Sættu þig við veikleika þína og byggðu upp styrk þinn.

28.  Byrjaðu að vera sú manneskja sem þig langar til að elska.

29.  Trúðu því að þú átt allt það besta skilið fyrir sjálfa/n þig.

30.  Lærðu að vera þakklát/ur fyrir hvað þú ert og fyrir það sem þú átt í dag.

Sjá einnig: „Ég lærði að elska sjálfa mig“

Hvernig þú hugsar um sjálfa/n þig endurspeglar sýn þína á lífið. Ef þú ferð yfir listann hér að ofan, gæti það orðið til þess að þú farir að kunna betur að meta sjálfa/n þig. Það erum bara við sem getum stjórnað því hvernig okkur líður, enginn annar á að geta stjórnað okkar hamingju, svo það má með sanni segja að við verðum ekki fyllilega glöð og hamingjusöm, fyrr en við elskum okkur sjálf.

SHARE