Er brjóstagjöf getnaðarvörn?

Er það rétt að kona geti ekki orðið ólétt ef hún er með barn á brjósti?

Nei það er ekki hægt að stóla á það.  Brjóstagjöf getur tafið egglos, en það er ekki hægt að treysta á það sem getnaðarvörn.  Það er mjög misjafnt hve lengi brjóstagjöf tefur egglos og því er ómögulegt að segja hvernig þú ert.

Sjá einnig: 16 stórfurðulegar óléttumyndir

Brjóstagjöf sem náttúrulegt form getnaðarvarnar er kallað LAM.  Sú aðferð getur eingöngu virkað ef barnið er yngra en 6 mánaða, brjóstagjöf varir allan sólahringinn og tíðarblæðingar hafa ekki hafist.

LAM getur verið áhrifaríkt, færri en 2 af 100 konum verða óléttar, en líkurnar geta breyst fljótt ef barnið fer að sofa lengur á nóttinni og drekkur minna.

Er það rétt að eftir barnsburð geti konur ekki orðið óléttar fyrr en þær byrjar á blæðingum aftur?

Nei konur geta orðið óléttar áður en þær fara á fyrstu blæðingar og það er í raun mjög algengt að óvæntar óléttur hendi akkurat þannig. Þær munu þurfa getnaðarvörn til að koma í veg fyrir ótímabæra þungun, jafnvel þó þær séru með barn á brjósti.

Sjá einnig: Stórkostlegar myndir af heimafæðingum – Ekki fyrir viðkvæma

Konur eru frjóar við egglos sem á sér stað áður en tíðarblæðingar byrja og því er ekki hægt að stóla á þessa kenningu.  Svo er mjög misjafnt hvenær konur byrja á blæðingum, getur verið frá mánuði til ári eftir fæðingu barnsins.

Best er að vera viðbúin með getnaðarvörn um leið og barnið fæðist því konur geta fengið egglos 25 dögum eftir fæðingu ef barnið er ekki á brjósti.

Það eru því alltaf möguleikar á þungun fljótlega eftir barnsburð og ætti því ekki að treysta á brjóstagjöf né blæðingar í þeim málunum, nema það sé í lagi að verða óvart ólétt strax aftur. 

Skyldar greinar
Myndband
Par dansar með ófæddri dóttur sinni
Myndir
Óléttumynd söngkonu veldur usla á netinu
Ráð til að auka mjólkina og hjálpa barninu að þyngjast.
Khloe Kardashian loksins ófrísk
Hvernig getur brjóstakrabbamein litið út?
Myndband
8 leiðir til að koma í veg fyrir að brjóstin fari að síga
Myndir
Pink ber að ofan á bumbumynd
Myndband
Þetta lærðum við ekki í kynfræðslunni!
Myndir
Hún varð ófrísk þegar hún var þá þegar ófrísk
Myndir
Pink er ófrísk af sínu öðru barni
Myndband
Ung stúlka segist ganga með Jesús
Myndir
Óttast um öryggi dóttur sinnar
Cheryl fær loks skilnað
Tengsl milli pillunnar og þunglyndis – Alvarleg staðreynd
Myndir
Cheryl sýnir óléttubumbuna opinberlega í fyrsta sinn
Eiginkona Kelsey Grammer komin á steypirinn