Ert þú að fara illa með þig?

Til þess að bæta líf þitt, verður þú að átta þig á þig hvenær þú ert að koma þér í sjálfseyðingargírinn. Það er ekki alltaf auðvelt að setja fingurinn á það þegar þú ert að gera það, því það getur verið í litlum bútum. Þegar þú hefur áttað þig á sjálfseyðingu þinni, getur þú loksins farið að læra, ásamt því að gera líf þitt og annarra í kringum þig betra.

Sjá einnig: 10 ástæður til að elska sterka konu

self_destruction_by_magicdancer23

Sjálfsvarnar hugsunarháttur

Segir þú þér að það mun ekki ganga upp eða að þér muni mistakast verkið áður en þú hefur svo mikið sem reynt að komast yfir hraðahindrunina sem er í veginum þínum.

Þú bregst ekki við

Það er þegar þú veist að það er eitthvað sem er ekki gott fyrir þig, en þú heldur samt áfram að gera það og tekst ekki að laga aðstæðurnar, sama hvað þú heldur að þú sért að reyna. Allt þetta leiðir til þess að þér mun mistakast og verða vonsvikinn með þig.

Borðar og mikið eða of lítið

Báðir ávanarnir hafa áhrif á heilsuna þína þegar lengra er á litið og geta valdið andlegum vandamálum, rétt eins og að leiða til neikvæðrar sjálfsmyndar.

Sjá einnig: 9 leiðir til að hætta að ofhugsa hlutina

Lítið sjálfstraust

Hugsarðu stundum um þig sem vitlausan einstakling eða hugsar neikvæðar hugsanir um þig oft á tíðum? Sannleikurinn er sá að þú ert full fær um að ná markmiðum þínum og komast áfram í lífinu. En skorturinn á sjálfstrausti á getu þinni er aðeins þín aðferð til að takast á við þær aðstæður sem verða þegar þér mistekst, ásamt því að búa til aðferð sem þú notar til að koma í veg fyrir að þú svo mikið sem reynir betur.

Særir aðra

Þú jafnvel ferð úr vegi þínum til að gera það. Ferðu á netið og leitar eftir árekstrum eða til að svala löngunarþorsta sem naga í þig? Bölvarðu fólki í laumi, sem er ekki sammála þér? Gerir þú úlfalda úr mýflugu við vini, fjölskyldu og þeim sem þér þykir vænt um að engri skiljanlegri ástæðu? Því miður leiða slíkar aðstæður til þess að það sem þú gefur frá þér, færðu til baka. Sú neikvæðni sem þú varpar frá þér til annarra mun læsa sig fasta í þínu eigin lífi.

Meiðir þig líkamlega

Þetta á við um mjög tortímandi hegðun, þar sem einstaklingur vanrækir sig og meiðir líkamlega og andlega. Sefur ekki nóg, hugsar ekki nógu vel um líkama og sál, ert niðurdreginn, með kvíða og með hræðslu um framhaldið? Þá ert þú að fara illa með þig. Til þess að laga ástandið, þarftu að hugsa vel um líkama þinn og sál. Hentu þér í rúmið á þeim tíma sem er hollur fyrir þig og hlustaðu á sjálfan þig.

Eyðileggurðu sambönd?

Ferðu illa með manneskjuna sem þú ert í sambandi með, fjölskylduna þína eða börnin þín? Ertu afbrýðisama manneskjan eða þessi ágenga og krefst athygli? Ef þú ert þurfandi, er það merki þess að þér líður eins og þú ert ekki hamingjunnar virði.

Vorkennir þér

Þessi sjálfstortímingaraðferð gerir hlutina mun verri, þar sem það þýðir að þú gerir aldrei neitt í málunum. Þú kennir þér eða jafnvel öðrum um það sem er að í lífi þínu í stað þess að gera eitthvað í málunum.

Sjá einnig: Hvernig lýsir félagslegur kvíði sér?

Ofnotar áfengi, fíkniefni eða aðrar fíknir

Að stóla á fíkniefni til þess að taka verkinn í lífi þínu í burtu, ert þú bara að ýta því óhjákvæmilega undan þér og ert að forðast að horfast í augu við djöfulinn, ef svo má segja, en þetta getur haft enn skelfilegri áhrif á lífið þitt þegar fram líða stundir og afleiðingarnar og álagið getur jafnvel stytt líf þitt til muna.

Hunsar tilfinningar þínar

Þegar þú ert að hunsa tilfinningar þínar og fela þær fyrir þér og öðrum, ert þú að skapa þér andleg og líkamleg vandamál og ómeðvitað ferð þú í sjálfstortímingu, þar sem þú getur ekki sleppt því að sinna tilfinningum þínum. Afleiðingar þess að viðurkenna ekki tilfinningar sínar, geta leitt til þess að þú brennur út, fyrr en þig grunar.

Að þiggja ekki hjálp frá öðrum

Ert þú alltaf að hunsa ráð og aðstoð frá öðrum sem elska þig og þykir vænt um þig? Oft eru þessar ráðleggingar okkur til góðs og oft eru þau betri fyrir okkur en við gerum okkur grein fyrir. Aðstoðin getur einmitt verið fyrir öllu því sem við sjáum ekki sjálf. Ef þú tekur ráð annarra ekki til umhugsunar, eru góðar líkur á því að þú ert að fara illa með þig. Manneskjunar sem þú veist að elska þig, sjá hlutina í öðru ljósi eða horfa á þig fyrir utan aðstæður þínar. Ekki vanmeta það.

Gefast upp

Heldur þú að þú þurfir að gefa upp þína eigin hamingju, vonir og drauma fyrir aðra til þess að láta þér líða eins og þú ert auðmjúk og ósjálfselsk manneskja? Það mun aðeins láta þér líða illa, þar sem í sjálfu sér, er sjálfselska að neita sjálfum sér um hamingju. Þú munt aldrei þurfa að gefa upp hamingju þína í þágu annarra ef þér tekst að vera sönn manneskja.

Þegar maður horfir á þetta svona hljómar þetta eins og sorgarsaga, ekki rétt? Málið er bara það að við eigum það til að vanmeta okkur svo allverulega, að við sjáum ekkert út fyrir aðstæður okkar. Ekki vorkenna þér, því þú getur verið viss um að aðrir hafa það verra og ekki halda að þú getir ekki gert það sama og aðrir geta. Við höfum öll okkar sérkenni og það hefur líka sú manneskja sem þú horfir upp til, en það er engin ástæða til þess að halda að þú sért eitthvað minni manneskja og eigir ekki sama tilvistarrétt og aðrir.

Auðvitað virkar það sem svo að lífið þitt er flókið og strembið stundum, en ef það er einhver björg í því að segja að þú getir betur og að það er hollt fyrir alla að taka sínu eigin lífi traustum tökum, þá gerir sú manneskja sem þú vilt vera nákvæmlega það.

SHARE