Ert þú í ofbeldissambandi?

Andlegt og líkamlegt ofbeldi er því miður daglegt brauð hjá sumu fólki. Það getur hver sem er lent í ofbeldissambandi og það er eitthvað sem enginn óskar sér. Ofbeldi í samböndum byrjar oftast ekki fyrr en sambandið hefur staðið í einhvern tíma og það byrjar yfirleitt hægt og rólega, manneskjan sem verður fyrir ofbeldinu verður oft afar meðvirk og reynir að leyna ástandinu fyrir fjölskyldu og vinum. Gerandinn reynir yfirleitt að láta allt líta út eins og í sögu og vinum og fjölskyldu grunar oft ekki að gerandinn, þessi yndislega manneskja (sem þau sjá) beiti ofbeldi. Við sem höfum lent í ofbeldi í sambandi vitum það vel að við getum orðið algerlega blind, við sjáum það oft ekki sjálf hversu slæm staðan sem við erum í raunverulega er fyrr en það er orðið of seint. Hér eru nokkur atriði sem þú getur spurt þig að, þú ættir ekki að þurfa að svara neinni spurningu játandi, ef svo er er líklega kominn tími á að endurskoða sambandið. Einnig er mikilvægt ef okkur grunar að einhver nákominn okkur sé í svona aðstöðu að hafa augun opin, það besta sem við getum gert er líklega bara að vera til staðar..

*Forðastu að ræða ákveðna hluti vegna þess að þú ert hrædd/ur um að maki þinn verði brjálaður?

*Líður þér eins og þú getir ekki gert neitt rétt þegar kemur að maka þínum?

*Ert þú með hnút í maganum í hvert skipti sem þið farið saman út vegna þess að þú veist að það mun enda í rifrildi, þú munt segja eða gera eitthvað “rangt”?

*Ertu farin að velta því fyrir þér hvort að kannski sért það bara þú sem ert geðveik? en ekki makinn sem beitir þig ofbeldi

*Ef þér finnst maki þinn hafa gert eitthvað á þinn hlut og þú ræðir það við hann nær makinn þá alltaf að snúa dæminu við, þannig að það sért þú sem gerðir eitthvað rangt?

*Kennir maki þinn þér um slæma hegðun sína? ert þú farin að trúa því að slæm hegðun makans sé þér að kenna?

*Er maki þinn stjórnsamur og yfirþyrmandi afbrýðissamur?

*Skoðar maki þinn tölvupóst, facebook og einkaskilaboð þín?

*Mátt þú ekki eiga þitt eigið facebook?

*Mátt þú sjaldan fara út að hitta vini eða fjölskyldu?

*Hótar maki þinn að fremja sjálfsmorð ef þú ferð frá honum?

*Er maki þinn alltaf að tjékka á þér ef þú ferð út á meðal fólks? sendir þér stanslaust sms eða hringir?

*Vill maki þinn stjórna hvað þú setur inn á facebook? ert þú hrædd við að setja eitthvað inná facebook vegna þess að þú veist að maki þinn gæti orðið brjálaður?

*Eyðileggur maki þinn hluti þína?

*Þarftu að tipla á tánum kringum maka þinn? veist aldrei hvenær hann snappar?

*Niðurlægir þig og öskrar á þig? dregur úr þér

*Er þér bannað að vinna?

*Meiðir maki þinn þig, lemur þig, ýtir við þér eða beitir þig einhversskonar líkamlegu ofbeldi?

*Líður þér eins og þú sért eingangruð/einangraður

Þetta eru bara nokkur atriði sem ættu að hringja viðvörunarbjöllum, auðvitað eru mun fleiri atriði sem geta verið til staðar sem eru ekki í lagi. Það á enginn skilið að líða hræðilega illa í sambandi, þú átt betra skilið!

SHARE