Ert þú í sambandi við manneskju sem er með verndað hjarta?

Verndað hjarta er hjarta sem hefur orðið fyrir tilfinningalegu áfalli aftur og aftur, sem hefur gert það að verkum að manneskjan getur ekki opnað hjartað sitt fyrir vinum og ættingjum svo auðvledlega. Hins vegar þýðir það ekki að það sé ómögulegt fyrir slíka manneskju að elska. Málið er nefnilega það að þau sem eru með verndað hjarta eru yfirleitt þeir sem eru afskaplega elskulegir einstaklingar sem hafa verið særðir áður og þess vegna gera þau sitt besta að halda uppi veggjum í kringum hjarta sitt.

Sjá einnig: Vísindalegar staðreyndir um eðli ástarsorgar – Myndband

o-BROKEN-HEART-facebook

Ef þú ert í sambandi með manneskju með verndað hjarta, skaltu hafa þetta í huga:

1. Þeim finnst gott að eyða tíma með sjálfum sér

Manneskjur með verndað hjarta treysta sjálfum sér meira en öðrum í heiminum. Það er þess vegna sem þeim finnst betra að vera ein með sjálfum sér. Að hitta annað fólk getur verð lýjandi, vegna þess að þau þurfa að eyða mikilli orku í að halda uppi veggjunum, þar til þau geta treyst viðkomandi manneskju. Ef þú ert í sambandi með manneskju sem er með verndað hjarta, þá verður þú að skilja að þau vilja frekar eyða tíma með þér í rólegheitum, heldur en innan um fjölda fólks.

Sjá einnig: Hvort ert þú í góðu eða frábæru sambandi?

2. Þau taka því rólega

Þar sem það getur verið virkilega erfitt fyrir þau að treysta öðrum, mun það ekki koma fyrir að þau hendi sér blindandi í samband. Raunin er sú að hjá þeim kemur upp viss hræðsla þegar þau átta sig á því að þau eru að falla fyrir einhverjum og að stefna í að byrja í sambandi. Því miður geta afleiðingarnar af því að hafa orðið fyrir særindum, leitt til þess að þau vantreysta sjálfum sér þegar kemur að því að byrja að vera hrifin/n eða ástfangin/n af einhverjum.

3. Þau falla líka auðveldlega

Þó að þau vilji taka hlutunum rólega, þýðir það ekki að þau falli ekki eins auðveldlega og aðrir. Það var einmitt það sem skapaði vandræðin til að byrja með. Þau sem eru með verndað hjarta hafa líklegast orðið ástfangin allt of fljótt og endað á því að verða særð, en þrátt fyrir að það er auðvelt fyrir þau að falla fyrir manneskju sem kemur vel fram við þau frá upphafi. Þá getur komið upp flækja inni í þeim um það hvort þau geti treyst manneskjunni sem þau hafa áhuga á.

4. Þau eiga erfitt með að treysta öðrum

Það hefur komið fram hér á undan að fólk með verndað hjarta á í erfiðleikum með að treysta öðrum. Ef þú ert að hitta einhvern eða einhverja með verndað hjarta, gæti verið erfitt að taka því ekki persónulega, en ef þú leggur það á þig að sýna manneskjunni ítrekað að þér sé treystandi og að þú sért í þessu heilshugar, munu þau á endanum opna hjarta sitt fyrir þér.

4. Þau hlusta meira en þau tala

Að hafa verndað hjarta þýðir að þau eru ekki að hella úr tjáningarskálinni við hvern sem er, en þau hlusta á alla þá sem standa þeim næst. Það er vegna þess að þau hlusta ítarlega á það sem þú ert að segja, jafnvel til þess að leita að enn einni ástæðu til að halda veggjum sínum uppi. Ef þú ferð á stefnumót með slíkri manneskju, gætirðu tekið eftir því að þau eru ekki mikið að tjá sig, en það er vegna þess að þau vilja kynnast þér vel áður en þau opna sig fyrir þér fyllilega.

6. Þau eru stundum dularfull

Ásamt því að vera þögul, gæti verið að þau hiki við að senda þér skilaboð eða hringi í þig eftir stefnumót og þar með virka þau fremur fjarlæg. Það þýðir ekki að þau hafi ekki áhuga á þér, heldur gæti það verið andstæðan. Þau eru hrædd við að hleypa fólki að og þá sérstaklega þeim sem þau finna sterkar tilfinningar til. Þau átta sig á því að þau eru að senda misvísandi skilaboð um sig með því að vera dularfull, en þau þurfa að halda veggjunum sínum uppi áður en þau fara að huga að frekara framhaldi.

7. Þau elska og hata að sýna ástúð

Rétt eins og þau falla auðveldlega, en vilja það ekki og fara of hratt þegar þau vilja taka því rólega, þá gæti það verið partur af vandamálum þeirra úr fortíðinni, þ.e. að hafa orðið ástfangin of hratt, farið of hratt andlega og líkamlega og endað uppi með brotið hjarta þegar sambandið endaði. Ef þú ferð hægt í sakirnar með manneskju með verndað hjarta eru líkur á því að þau sýni þér ást og umhyggju þegar þau eru tilbúin.

8. Þeim þykir virkilega vænt um það fólk sem þau hleypa inn í líf sitt

Ef þau hafa hleypt þér að sér, geturðu verið viss um að þeim þykir vænt um þig.  Þegar þér er hleypt inn, munt þú sjá að sambandið verður betra og þau verða mun opnari á tilfinningar sínar. Þegar þetta gerist, máttu búast við því að vera í farsælu sambandi sem er fullt af ást og trausti til lengri tíma.

SHARE