Brad Pitt, Angelina Jolie og börn þeirra lentu á Reykjavíkurflugvelli fyrr í dag og hyggja á tveggja sólarhringa dvöl á Íslandi, en ekki er vitað um hverjar fyrirætlanir þeirra eru, aðrar en að eiga frí fjarri vökulu auga heimspressunar.
Fjölskyldan lenti á Reykjavíkurflugvelli um hádegisbil í dag, en þau ferðast um á stórbrotinni einkaþotu – Global Express 6000, sem mun glæný og útbúin öllum hugsanlegum þægindum.
Svona mun umhorfs innanborðs í Global Express 6000 vélunum:
Gríðarleg öryggisgæsla var viðhöfð á Reykjavíkurflugvelli kringum hádegisbilið og mátti greina talsverðan fjölda öryggisvarða, en þrír jeppar með reykleitu gleri komu og sóttu ferðafólkið, sem eflaust kýs að ferðast óáreitt um götur borgarinnar og hyggur án efa á friðsæla tvo sólarhringa áður en þau fara af landi brott.
Ekki er vitað hvað fjölskyldan hyggst gera meðan á Íslandsdvölinni stendur, en eitt er deginum ljósara – Brad, Angelina og börn eru á stödd á Íslandi í þessum töluðu orðum.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.