“Fæðan sem við borðum veldur hjartasjúkdómum!” – Læknir skrifar ítarlega grein

Hjartalæknirinn  Dr. Dwight Lundell talar beint frá hjartanu um orsakir hjartasjúkdóma. Hann skrifaði grein hér þar sem hann talar um hvað hann telur helstu orsakir hjartasjúkdóma.

Læknar eiga oft erfitt með að játa að þeir hafi rangt fyrir sér
Dwight segir: “Við sem erum læknar og höfum fengið mikla faglega þjálfun verðum stundum dálítið uppteknir af eigin ágæti og eigum erfitt með að játa að við getum haft rangt fyrir okkur. En nú skulið þið heyra. Ég játa fortakslaust að ég hef haft rangt fyrir mér. Ég hef verið að gera hjartaaðgerðir í 25 ár, hef framkvæmt yfir 5.000 aðgerðir og nú er komið að því að ég leiðrétti ýmislegt sem var missagt og hreinlega rangt. ”

Orsök hjartasjúkdóma er ekki of hátt kólseteról í blóðinu

“Ég fékk margra ára þjálfun hjá mönnum sem voru á þeim tíma ráðandi um viðhorfin. Ég las einhver ósköp af skýrslum og vísindaritum, fór á námskeið og við sem vorum í víglínunni héldum því fram að orsaka hjartasjúkdóma væri alltaf að leita í hækkuðu kólesteróli í blóðinu.
Eina meðferðarúrræðið var að láta sjúklinga okkar fá lyf sem áttu að lækka blóðfituna og segja þeim að stórminnka neyslu fitu. Þetta átti auðvitað að lækka kólesterólgildin og draga úr krankleikanum. Ef læknar fóru út af brautinni var litið á það sem guðlast og jafnvel vanrækslu í starfi. ” Segir þessi þaulreyndi læknir.

 

Þetta virkar ekki!

Hann heldur áfram og segir: “Ekki er hægt að verja þessi ráð, hvorki vísindalega né siðferðislega.  Þegar menn áttuðu sig á því fyrir nokkrum árum að það eru bólgur í slagæðaveggjunum sem oftar en ekki valda hjartasjúkdómum leiddi það til þess að smám saman fór hugmyndafræðin hvernig ætti að meðhöndla hjartasjúkdóma að breytast.  Leiðbeiningar okkar um mataræði hafa valdið því að mjög margir eru allt of þungir og hafa fengið sykursýki 2 og þessir þættir hafa valdið ómældum þjáningum, kostnaði og ótímabærum dauðsföllum.
Staðreyndin er að fleiri landsmenn okkar munu deyja í ár en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir það að við höfum minnkað neyslu fitu og fjöldinn allur taki dýr lyf sem lækka blóðfituna.”

Of mikið unnin kolvetni, sykur, hveiti og allur matur gerður úr þessum efnum getur valdið líkamanum skaða. Bólgur sem myndast vegna fæðunnar sem við erum að neyta er aðalástæða fyrir hjartasjúkdómum, bólgan sem veldur hjartasjúkdómum er tilkomin vegna fæðunnar sem við neytum, þessu heldur læknirinn fram en hann útskýrir þetta í pistli sínum:

Það er uggvænlegt hvað margir, yngri og eldri þjást af hjartasjúkdómum og sykursýki. ´

Ég ætla að segja þetta á einfaldan hátt: Ef ekki væri bólga í æðaveggjunum myndi kósesterólið ekki setjast í þá og valda sjúkdómum og áföllum. Ef bólgan væri ekki til staðar myndi kóesterólið eiga auðvelda leið um æðarnar eins og náttúran ætlaðist til. Það er bólgan sem stöðvar kóesterólið.

Bólga er ekki flókið fyrirbrigði. Hún er einfaldlega vörn líkamans við innrás t.d. baktería, veira og eiturs. En ef við bjóðum líkamanum stöðugt upp á eiturefni eða fæðu sem honum var aldrei ætlað að fá kemur upp staða sem er kölluð langvinn (krónísk) bólga. Eins og skyndileg bólga getur verið til góðs er langvinn bólga hættuleg.
Hvaða manneskja með fullu viti myndi af frjálsum vilja bjóða líkamanum upp á mat sem vitað er að skemmir hann? Kannski reykingafólk en það valdi þó vitandi vits að gera það.

Við borðum flest venjulegan mat sem mælt er með að fólk borði, mat með lítilli fitu en tiltölulega miklum fjölómettuðum fitusýrum og kolvetnum og höfum ekki hugmynd um að við erum að valda æðakerfi okkar skaða. Þessi skaði veldur þrálátum bólgum sem aftur leiða til þess að við fáum slag, hjartasjúkdóma, sykursýki og verðum of þung.
Ég ætla að endurtaka þetta: Skaðinn á æðaveggjum okkar (bólgan) er tilkomin vegna mataræðis sem er með of lítilli dýrafitu eins og læknar hafa árum saman ráðlagt fólki að neyta.

Hvað er það sem veldur þessum bólgum?

“Það eru einfaldlega mikið unnin kolvetni (sykur, hveiti og allur matur gerður úr þessum efnum) og mikil neysla omega-6 olía eins og soja-, maís- og sólblómaolía sem eru auðvitað í miklu magni í ýmsum tilbúnum mat.”

Hann útskýrir þetta enn frekar:
Spáðu smástund í hvernig það væri ef þú tækir stífan bursta og burstaðir hvað eftir annað viðkvæma húð og héldir áfram þangað til hún væri orðin blóðrisa. Þú gerðir þetta nokkrum sinnum daglega í fimm ár. Ef þú þolir þetta verðurðu komin(n) með bólgið og blæðandi svæði sem fer síversnandi. Þetta lýsir ágætlega bólguferlinu sem á sér stað í líkama þínum.
Það er alveg sama hvar bólgan er í líkama þínum, hvort hún er inn- eða útvortis. Ég hef skoðað mörg þúsund slagæðar. Veik slagæð lítur út eins og einhver hafi verið að bursta hana með stífum bursta.  Við borðum nokkrum sinnum,  hvern einasta dag mat sem skilja eftir sár á æðunum  sem stækka og verða að alvarlegum áverkum sem valda því að við fáum langvinnar bólgur.
Þó að bragðlaukarnir kætist þegar við borðum sætabrauð bregst líkaminn við eins og óvinur hafi ráðist inn og lýst yfir stríði. Þess konar matur er smám saman að eyðileggja heilsu fjöldans.

Hvernig má það vera að kökubiti geti komið bólgum af stað í líkamanum? 

Hugsaðu þér að þú misstir sýróp yfir lykIaborðið hjá þér og þá geturðu séð fyrir þér hvað gerist í frumunum. Þegar við borðum kolvetni hækkar blóðsykurinn hratt. Sem svar við því seytir briskirtillinn auknu insúllíni og er þvi ætlað að koma sykunum inn í allar frumur þar sem það er svo geymt sem orka. Ef nóg er fyrir í frumunni og hún þarf ekki sykrur tekur hún ekki við viðbótinni.
Þegar frumurnar sem eru fullhlaðnar hafna sykrunum eykst blóðsykurinn og briskirtillinn framleiðir meira insúlín og sykrurnar breytast í fitu.

Hvað kemur þetta bólgunum við? Jú, þessar auka sykrusameindir bindast prótínum sem særa æðaveggina. Þegar æðaveggirnir eru særðir hvað eftir annað bólgna þeir. Þegar þetta gerist oft á dag og hvern dag er það eins og að fara með sandpappír eftir viðkvæmum æðaveggjunum.

Læknirinn er ekkert að skafa af því og heldur því fram að þetta sé heilagur sannleikur. Hann segir:
“Þú sérð það líklegast ekki en þú mátt alveg trúa því að svona er þetta. Ég skoðaði yfir 5.000 sjúklinga síðustu 25 árin og allir höfðu þeir eitt sameiginlegt- bólgna æðaveggi. ”  

Sannleikurinn um sætindi

Við skulum líta aftur á sætabrauðið. Það lítur svo dæmalaust vel út en í því eru ekki bara sykrur heldur líka omega-6 olía, t.d  sojaolía. Kartöfluflögur og franskar eru löðrandi í sojaolíu. Omega-6 olíur eru yfirleitt í tilbúnum mat og skyndibitum. Auðvitað þarf líkaminn omega-6 olíur en hlutfallið milli þeirra og omega-3 verður að vera rétt.
Ef hlutfallið riðlast vegna þess að þegar of mikið er af omega-6  fara frumurnar að mynda efni sem er nefnt cytokine og það veldur bólgum.  Í mataræði okkar er hlutfall omega-6 fitusýra (miðað við omega-3) einfaldlega allt of hátt.

Því meira sem við borðum af skyndibita og unnum mat því meiri bólgum komum við af stað.
Við getum ekki litið fram hjá því að því meira sem við borðum af tilbúnum og unnum mat því meiri bólgum komum við af stað. Líkaminn er ekki útbúinn til að neyta og melta mat sem er yfirfullur af sykrum og löðarandi í omega-6 olíum.

Það er ekki nema eitt svar við bólgunum og það er að hverfa aftur til matar sem er nær upprunanum og náttúrunni. Ef þig vantar vöðva skaltu borða meira prótín. Fáðu kolvetnin aðallega úr ávöxtum og grænmeti. Dragðu mjög úr mat sem inniheldur omega-6 fitusýrur sem kemur bólgum af stað.  Notaðu heldur ólívuolíu eða smjör úr kúm sem fengu gras.

Dýrafita er alls ekki jafnhættuleg og olían, sem okkur er sagt að sé meinholl og er fjölómettuð. Það er af því að í dýrafitu er mun minna af omega-6 fitusýrum en í olíunni. Gleymdu bara „vísindunum“ um olíuna! Það er enginn fótur fyrir þeim vísindum að mettuð fita ein valdi hjartasjúkdómum. Það eru líka veik rök sem hníga að því að mettuð fita auki kólesteról í blóði. Nú þegar við vitum að kólesteról í blóðinu er ekki ástæðan fyrir hjartasjúkdómum verður öll þessi umræða um mettaða fitu enn fáránlegri.

Fitan er ekki endilega óholl

Kólesteról kenningin varð til þess að til varð hugmyndafræðin um fitusnauðan mat sem aftur varð til þess að fólk fór að borða mat sem hefur valdið bólgufaraldri. Læknavísindin gerðu hræðileg mistök þegar fólki var sagt að forðast dýrafitu og neyta þess í stað omega-6 olíu. Afleiðingarnar eru faraldur – bólgufaraldur sem veldur hjartasjúkdómum og margs konar kröm.

Þú getur valið að borða mat eins og hún amma þín hafði á borðum en ekki matinn sem mamma þín fór að kaupa þegar stórmarkaðarnir fylltust af tilbúnum mat. Ef þú sleppir mat sem veldur bólgum og færð næringuna úr ferskum afurðum gerir þú þitt til að varðveita heilsuna um ókomin ár.

Greinina getur þú séð hér.

SHARE