Fæðutegundir sem á að forðast á meðgöngu

Fyrstu mánuðir meðgöngu eru þeir sem eru einna viðkvæmastir fyrir móður og fóstur. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að vissar fæðutegundir auka hættuna á fósturláti fyrstu mánuðina. Þá fæðu er best að forðast eins mikið og mögulegt er, því þær geta haft slæm áhrif á móður og barn.

Sjá einnig:13 fæðutegundir sem þú ættir aldrei að borða

blogger-image--1760768079

Sjá einnig: Fæðutegundir sem þú átt ekki að borða fyrir kynlíf

Skelfiskur

Skelfiskur og annar fiskur er ekki hættulegur í sjálfu sér, en hann getur verið skaðlegur ef hann er ekki eldaður vel. Skelfiskur sem er ekki fyllilega eldaður getur innihaldið mikið af bakteríum og valdið sýkingum. Þrátt fyrir að hann sé vel eldaður geta líka leynst í honum mengun, svo ef þú vilt neyta skelfisks á meðgöngu skaltu tala við ljósmóður eða lækni áður.

Papaya

Hrátt papaya er afar slæmt fyrir ófríska konu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að papaya getur virkað líkt og getnaðarvörn og er óþroskað papaya einna hættulegast fyrir fóstur á fyrstu þroskastigunum. Það getur einnig leitt til samdrátta í leginu.

Ananas

Þrátt fyrir að við teljum ávexti vera afar holla fyrir okkur, er ananas mjög slæmur fyrir konur á meðgöngu. Hann er þekktur fyrir að koma fæðingu af stað og hefur ananas verið notað í þeim tilgangi í gegnum tíðina. Ananas inniheldur efni sem kallast bromelain, sem veldur samdráttum í leginu, líkt og þau áhrif sem papaya getur haft á konur. Mælst er með því konur forðist að borða ananas á fyrstu mánuðum meðgöngunnar.

 

Skyldar greinar
Passaðu upp á nýrun
Láttu þér líða vel
Hvað er hægðatregða?
Góður nætursvefn er lykillinn að góðri geðheilsu
Undirbúðu húðina fyrir farða
Varastu að borða þetta fyrir svefninn
Ert þú að þvo hendurnar rétt?
Mislingar
5 ráð til að bæta sjálfstraustið
Krydd eru allra meina bót
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Hvað er að vera vegan?
Góður svefn – aukin vellíðan
Allir af stað!
7 streitumistök sem við gerum flest
Vendu þig af slæmum morgunsiðum