Farþegar hvattir til að mæta fyrr – Tímabundnar breytingar við innritun

Frá og með 10. mars, hefst vinna við endurnýjun farangursflokkunarkerfisins í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdirnar fela m.a. í sér tvöföldun á afkastagetu og stækkun kerfisins til aukins hagræðis og skjótari afgreiðslu. Farþegar munu finna fyrir tímabundnum breytingum við innritun næstu mánuði þar sem loka verður hluta innritunarborða í brottfararsal á meðan verkið fer fram. Í fyrstu verður flestum innritunarborðum Icelandair lokað og innritun færð þangað sem innritun WOW Air hefur farið fram. Þeim innritunarborðum verður síðan lokað þegar vinnu við fyrri áfanga lýkur í maí og færist þá öll innritun á svæði Icelandair þar til endurbótum á innritunarsal lýkur í júní.  Ljóst er að innritun og afhending farangurs mun taka lengri tíma en venjulega af þessum sökum.

Farþegar hvattir til að mæta fyrr – innritun hefst kl. 4:30

Til þess að tryggja skjóta afgreiðslu og lágmarka óþægindi mun innritun í morgunflug hefjast kl 04:30. Flugfarþegar eru hvattir til þess að vera fyrr á ferðinni en venjulega og nýta sér rafræna innritun, bæði netinnritun flugfélaganna áður en komið er á flugvöllinn og einnig mun starfsfólk Icelandair aðstoða sína farþega við sjálfsinnritun á staðnum. Morgunferðir áætlunarbifreiða frá Reykjavík hefjast kl 04:00.

Breyttar aðstæður vegna framkvæmdanna verða kynntar eftir því sem verkinu miðar fram og er flugfarþegum bent á að leita upplýsinga fyrir brottför á vefsvæði Keflavíkurflugvallar

brottfararsalur_innritun

 

SHARE