Fékk ekki tækifæri vegna sérþarfa sinna

Öll börn eru falleg, en því miður er samfélagið stundum að senda frá sér önnur skilaboð. Þegar Meagan Nash fór með 16 mánaða son sinn, Asher, í prufu fyrir OshKosh B’Gosh, vissi hún ekki hvort hann yrði valinn eða ekki. Henni datt hinsvegar ekki í hug að honum yrði vísað frá af því hann er með Downs heilkenni. Það er nákvæmlega það sem gerðist.

Meagan var sagt að Asher kæmi ekki til greina fyrir þetta verkefni af því „að þau hefðu ekki verið að leita að barni með sérþarfir.“

Sem betur fer eru ekki allir á sama máli og eftir að Meagan deildi þessari reynslu á Facebook fékk hún stórkostleg viðbrögð. Hún hefur fengið hvorki meira né minna en 59.000 hafa líkað við færsluna og henni hefur verið deilt 79.000 sinnum.

Sjá einnig: Olivia Wilde leikur í myndbandi fyrir downs heilkenni

 „Ég myndi vilja að OshKosh myndi hitta son minn og sjá það sem við sjáum í honum,“ sagði Meagen í samtali við The Mighty. „Mig langar ekki að þeir noti hann í auglýsingar af því við erum að gera eitthvert fjaðrafok á internetinu. Mig langar að þeir noti hann af því þeir sjá hvað er mikið varið í hann. Börn með Downs og aðrar fatlanir eru frábærar manneskjur og ég vildi að OshKosh myndi leggja sitt að mörkum til að breyta viðhorfi heimsins.“

Hér getið þið líkað við færsluna og hjálpað til við að deila og vekja athygli á þessu.

 

Skyldar greinar
Vekur barnið sitt með Rammstein
Lætur litla bróður sinn smakka hráan lauk
Bókagjöf til Barnaspítala Hringsins
Myndir
Mæðgur sem líta frekar út fyrir að vera systur
Myndband
Hræðilegustu kennarar í heimi
Myndband
Sjáðu hvert líffærin fara þegar þú ert barnshafandi
Líkaminn undirbúinn fyrir fæðingu barns
Ráð til að auka mjólkina og hjálpa barninu að þyngjast.
Barnið hennar lést úr hungri
Myndband
Lítill drengur heyrir í fyrsta sinn
Myndband
Sveiflar barninu og fer á kaf í ískalt vatn
Leikskólinn lætur foreldrana hafa það óþvegið
Gerber barnið 2017
Myndir
Einstakar fæðingarmyndir sem hafa hlotið verðlaun
Myndband
Mamma læðist snilldarlega út úr barnaherberginu
Myndband
5 ára stelpa talar inn á förðunarmyndband mömmu sinnar