Fékk kettling frá manninum sínum en skilaði honum – Ný uppskriftarbók á leiðinni

Yesmine Olsson er orðin þekkt hér á landi fyrir dásamlegar uppskriftarbækur og nú er að koma út ný bók. Yesmine segir að hún sé öðruvísi en hinar bækurnar sem hún hefur gefið út. Réttirnir í þessari bók eru réttir sem Yesmine hefur alist um með og einnig réttir sem hún hefur kynnst á ferðalögum sínum, einfaldar en öðruvísi uppskriftir. Yesmine segir að hún haldi sig samt við sinn stíl auk þess sem hún kemur með nokkra hefðbundnar sænskar matar- og bökunaruppskriftir.

Bókin er full af uppskriftum fyrir venjulega daga og svo einnig fyrir hátíðardaga og matarboð og þess vegna heitir bókin Í tilefni dagsins og hún kemur út í október.

Fullt nafn: Yesmine Helena Olsson

Aldur: Fullorðin

Hjúskaparstaða: Gift Arngrími Fannari Haraldssyni

Atvinna: Matreiðslubókarhöfundur og frumkvöðull

Hver var fyrsta atvinna þín? Tína jarðarber

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Mætti í skólann í svörtum pollabuxum og sagði öllum að þetta væru leðurbuxur.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Já nokkur

Hefurðu farið hundóánægð úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Já

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei! En núna ætla ég alltaf að hafa fínt í mínum baðskáp, bara til vonar og vara.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég var að þjalfa mjög flottan, virðulegan mann í mörg ár. Við vorum mjög goðir vinir og töluðum um mjög margt. Einn daginn fór hann að ræða skotveiðiferðirnar sínar. Þá segir útlendingurinn ég sem var ekki ennþá búin að læra tungumálið, hátt og skýrt: „Já ég elska líka að skíta!“

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Gallabuxum og bol

Hefurðu komplexa? Já, maður verður að hafa eitthvað að kljást við

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Satisfaction lies in the effort not the attainment. Full effort is full victory – Mahatma Gandhi

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Yesmine.is

Seinasta sms sem þú fékkst? Bootcamp tomorrow?

Hundur eða köttur? Fékk einu sinni kettling frá manninum mínum, skilaði honum og sagði: „Ég vil ekki kisu ég vil hund.“

Ertu ástfangin?

Hefurðu brotið lög? Er búin að fá nokkrar sektir fyrir að keyra of hratt, er hætt því núna

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Nei

Hefurðu stolið einhverju?  Nei fékk bara lánað hjól einu sinni þegar ég var lítil.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? I believe in not having regrets. Ég held að það sé  alltaf ástæða fyrir öllu sem maður gerir. Maður velur alltaf sína leið og þegar maður áttar sig á af hverju maður valdi þá leið, held ég að maður eigi ekki að velta sér upp úr því lengur.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Actively playing golf, langar að byrja núna. Kannski með hesta og tvö heimili, eitt í Svíþjóð og eitt hér á Íslandi.

SHARE