Fiðrildafögnuður UN WOMEN: stöndum saman, stöðvum ofbeldið.

 

5d8b84c9bb-682x255-o

Fiðrildafögnuður UN Women verður haldinn fimmtudaginn 14. nóvember nk. í Hörpu.
Kvöldið í ár er tileinkað þolendum sýruárása, en gestir kvöldsins fá ógleymanlegt tækifæri að kynnast indverskum konum sem lifað hafa af slíkar árásir.

Sýruárásir tíðkast um allan heim en eru hvað algengastar í suðaustur Asíu. Sýra er ódýrt og aðgengilegt vopn sem leggur líf kvenna í rúst. Algengt er að konur verði fyrir sýruárásum fyrir að óhlýðnast fjölskyldu sinni, eiga í ástarsamböndum, hafna bónorðum eða sækja um skilnað frá ofbeldisfullum eiginmönnum. Fyrir utan mikla líkamlega fötlun sem fylgir sýruárásum, fylgir iðulega samfélagsleg útskúfun og takmarkaðir möguleikar á að taka þátt í samfélaginu á nýjan leik.

bilde (1)

Landsþekktar konur hafa lagt átakinu lið: Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona sem jafnframt er verndari samtakana, Friðrika Hjördís Geirsdóttir kokkur, Margrét Erla Maack dagskrágerðarkona, Kristbjörg Kjeld leikkona og Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona, svo nokkrar séu nefndar.

bilde

Miðinn á Fiðrildafögnuðinn kostar 3.900 kr. Allur ágóði af kvöldinu rennur til Styrktarsjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. UN Women vinnur að því að uppræta sýruárásir á margvíslegan hátt.

Prentaðu út miðann þinn og komdu með hann í verslun ELLU á Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík eða á viðburðinn sjálfan og þar færðu fallegt vinaarmband. Vinaarmböndum fylgir aldagömul hefð á Indlandi. Þegar boðið er til veislu deilir gestgjafi ávallt vinaarmböndum til gesta sinna sem mæta síðan í veisluna með armbandið á hendi.

Samkvæmt indverskum hefðum á einhver sem þér er kær að binda það á þig. Þetta armband er aðgöngumiði þinn á fögnuðinn. Það varð til er átta hugaðar indverskar konur sem lifað hafa af sýruárásir komu saman í Nýju Delí. Því biðjum við þig um að láta einhvern sem er þér kær að binda armbandið á þig og við vonum að þú berir það með stolti.

UN Women er eina stofnun SÞ sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna um heim allan. Íslenska landsnefndin starfar með það að leiðarljósi að vekja landsmenn til vitundar um stöðu kvenna í fátækustu löndum heims og  mikilvægi þess að styðja konur svo að þær og fjölskyldur þeirra fái notið allra þeirra tækifæra sem lífið hefur upp á að bjóða.

 

bilde

Fiðrildafögnuður UN Women verður ævintýralegt kvöld. Helsta listafólk Íslands leggur samtökunum lið og býður ykkur upp á magnaða upplifun. Má þar á meðal nefna Sigríði Thorlacius og Högna Egilsson úr Hjaltalín, dansara úr Íslenska dansflokknum, landsþekktar leikkonur sem verða með ógleymanlegan gjörning og aðra óvænta viðburði.

 

Skyldar greinar
Myndband
Gekk í 24 klst í gegnum eyðimörkina með börnin sín
Myndir
Fólk skammast út í nýtt útlit Lady Gaga
Myndband
Maður berst við kengúru til að bjarga hundinum sínum
Myndir
Sjáið hvernig barn Cheryl og Liam mun líta út
Myndir
Ashton Kutcher og Mila Kunis eignast dreng
Myndir
Ed Sheeran var skorinn í andlitið af Beatrice prinsessu
Mariah Carey er komin með nýjan og ungan
Marc Anthony er að reyna að fá J-Lo aftur
Eru Brad Pitt og Kate Hudson að hittast í leyni?
Myndband
Amber Heard talar um heimilisofbeldi
Fræga fólkið áður en það varð frægt
Myndir
Kendall Jenner fékk sér fyllingar í varirnar
Myndir
Sonur Madonnu handtekinn fyrir að eiga gras
Ellie Goulding varð brjáluð á góðgerðarsamkomu
Myndir
Justin Bieber kýldi aðdáanda í Barcelona
Myndband
Vinkonur sprengja bólu á sundlaugarbakkanum