Finndu þína fullkomnu bursta

Ert þú ein/n af þeim sem ert ennþá að nota eyrnapinna í augnskuggana þína – eða kannski bara fingurna? Það gengur bara ekki lengur, þú ættir að minnsta koti að fjárfesta í grunnpakka af góðum burstum. Það getur tekið töluverða vinnu að finna hentuga bursta en hér eru nokkuð góð ráð fyrir þá vegferð.

Þú þarft fjóra grunnbursta: Stóran púðurbursta, annan minni fyrir kinnalit, bronser og áherslupúður, augnskuggabursta á stærð við fingurgóm og annan minni til þess að blanda og deyfa línur. Ef þú átt þessa fjóra bursta ættir þú að vera ágætlega sett/ur.

Keyptu heldur aðeins dýrari bursta með alvöru hárum en ódýrari með gervihárum. Gerviháraburstar geta reyndar verið ágætir til þess að bera á andlitið fljótandi farða þar sem þeir eru vanalega auðveldari í þrifum. Passaðu bara að burstinn fari ekki úr hárum, það er eitthvað svo ólekkert að vera með burstahár klesst í farðanum.

Mælt er með því að bera meik og hyljara á andlitið með bursta þar sem fita af fingrunum getum stíflað svitaholur.
Burstinn sem þú notar fyrir kinnalitinn ætti að vera mjúkur með hringlaga enda.

Kúptur endi er alltaf eitthvað sem þú ættir að sækjast eftir, flatur endi getur orsakað óþarfa línur.

Þvoðu burstana einu sinni í mánuði með því að láta þá liggja í volgu sjampóvatni í smástund. Skolaðu þá svo og leggðu þá á handklæði og leyfðu þeim að þorna.

Burstinn sem þú notar til þess að móta augabrúnirnar ætti að vera skáskorinn svo auðveldara sé að beita honum við nákvæmnisvinnuna sem brúnirnar krefjast.

Varalitaburstinn ætti að vera fíngerður með stífum hárum til þess að ná að stjórna honum betur.

 

Heimildir: Fréttatíminn

Skyldar greinar
Þrífðu burstana á tveggja vikna fresti
Myndband
Þessi kona er að breyta tískuheiminum!
Myndir
Hvað verður heitast í tískunni á næstunni?
Saltsprey í hárið
Moonlight-leikarar sitja fyrir hjá Calvin Klein
Myndir
12 frábær förðunarráð fyrir byrjendur
Myndband
10 tísku fyrirbrigði sem við verðum að hætta á árinu 2017
Gömlu ónýtu fötin gætu verið verðmæt
Myndband
Viltu læra að móta og fylla inn í augabrúnirnar þínar?
Myndband
12 æðislega pæjulegir „eye-linerar“
Myndband
Lærðu að láta augun þín virka stærri með þessum einföldu skrefum.
Myndband
10 tískutrend sem við myndum helst vilja gleyma
Myndband
5 ára stelpa talar inn á förðunarmyndband mömmu sinnar
Myndir
Klæðnaður stjarnanna í janúar
Myndir
Ert þú “trendsetter”? Þá verður þú að skoða þetta!
Myndir
Hártískan 2017, hvað ætli verði mest í tísku?