Fiskréttur með eplum, beikoni og camembertosti

Jæja, út með kjötið og inn með fiskinn. Hérna er á ferðinni ómótstæðilegur fiskréttur sem hentar vel svona á einum erfiðasta mánudegi ársins. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt.

Sjá einnig: Fiskréttur með blaðlauk og sveppum

IMG_3324-1024x695

Ómótstæðilegur fiskréttur

3 græn epli, afhýdd og skorin í bita
1 paprika (græn eða rauð), skorin í bita
6-7 sneiðar beikon
Smjör
ca. 800 g ýsa
Hveiti
Pipar
Salt
1 stk Camembert-ostur
Rifinn ostur

  1. Skerið beikonið í 3-4 bita (hver sneið) og steikið í smjöri þar til það er orðið glært.
  2. Skerið ýsuflakið í litla bita og veltið því upp úr hveiti, pipar og salti. Steikið við vægan hita.
  3. Allt er síðan látið í eldfast mót og Camembert-ostur er látinn í litlum bitum hér og þar ofan á. Dreifið að lokum rifnum osti yfir allt.
  4. Hitið í 20-30 mínútur við 180°c
Skyldar greinar
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Fiskur í tómat og feta
Fiskibollur
Myndir
Döðlugott
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Heimagerður rjómaís
Fiskur með kókosflögum og basil
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu
Brasilísk fiskisúpa
Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum
Þorskur með snakkhjúpi
Mexíkósk kjúklingabaka
Myndband
Notaðu eggjaskera til að skera annað en egg