Fiskur í kókos og karrý – Uppskrift

Fiskur í kókos og karrý

600 g ýsu- eða þorskflök
2 msk olía
2 laukar, saxaðir
2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 rautt chilialdin, fræhreinsað og saxað
3-4 gulrætur, skafnar og skornar í sneiðar
2-3 paprikur, fræhreinsaðar og saxaðar
150 ml mild eða meðalsterk karrísósa úr krukku, t.d. Goan masala
½ tsk karríduft
450 ml kókosmjólk
nýmalaður pipar
salt
1 sítróna


Fiskurinn skorinn í bita. Olían hituð á stórri pönnu og laukurinn og hvítlaukurinn látinn krauma í olíunni í nokkrar mínútur við meðalhita. Chili og paprikum hrært saman við og 1-2 mínútu síðar karrísósu, karrídufti, kókosmjólk, pipar og salti. Börkurinn rifinn af sítrónunni og hrært saman við. Látið krauma við hægan hita í um 10 mínútur og hrært öðru hverju. 

Fiskbitarnir settir út í og látnir malla þar til þeir eru rétt soðnir í gegn. Safa úr sítrónunni dreypt yfir skömmu áður en þeir eru tilbúnir. Sósan er svo smökkuð til með meiri sítrónusafa, pipar og salti og borið fram með soðnum hrísgrjónum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here