Fiskur í ljúffengri sósu

Dásamleg fisk-uppskrift frá Ljúfmeti.com

Fiskur með gulrótum í ljúffengri sósu

Fiskur með gulrótum í ljúffengri sósu

Fiskur í ljúffengri sósu – uppskrift frá Arla

  • 600 g þorskur
  • 900 g kartöflur
  • 1 gulur laukur 
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 gulrætur
  • 1 msk olía
  • 1 dós kirsuberjatómatar (400 g)
  • 2 1/2 dl matreiðslurjómi
  • örlítið af cayennepipar 
  • 1 msk dijonsinnep
  • 2 msk tomatpuré 
  • 2 msk sykur 
  • 2 tsk steinselja
  • salt och pipar

Sjóðið kartöflurnar. Hakkið lauk og hvítlauk, skerið gulrætur í sneiðar. Steikið lauk, hvítlauk og gulrætur í olíu á djúpri pönnu eða í potti. Bætið tómötum, matreiðslurjóma, cayennepipar, dijonsinnepi, tomatpuré, sykri og steinselju á pönnuna/í pottinn og látið sjóða í 5 mínútur. Skerið fiskinn í bita og bætið honum á pönnuna/í pottinn. Látið sjóða í 5-6 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Berið fram með soðnum kartöflum.

Fiskur með gulrótum í ljúffengri sósuFiskur með gulrótum í ljúffengri sósu

SHARE