Fiskur í tómat og feta

Þessi svakalega girnilegi fiskur kemur frá Allskonar.is

 • 1 msk olía
 • 1 laukur, fínsaxaður
 • 2 hvítlauksrif, fínsöxuð
 • 1/4 tsk chiliflögur
 • 1 dl vatn
 • 1/ teningur grænmetiskraftur
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 1 tsk oregano
 • 1 tsk majoram
 • 2 stjörnuanís
 • góð handfylli steinselja
 • 2 msk basilikka, fersk söxuð
 • 200 gr fetaostur, mulinn
 • salt og pipar
 • 600gr fiskur

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 40 mínútur

Hitaðu ofninn í 170°C.

Settu olíuna í pönnu og steiktu laukinn þar til hann er mjúkur, í um 5 mínútur. Bættu þá við hvítlauk og chiliflögunum og steiktu í um hálfa mínútu. Helltu vatninu út í og settu hálfan grænmetiskraft tening, hrærðu vel þar til teningurinn leysist upp. Settu þá tómatana, oregano, majoram og stjörnuanísinn út í og láttu malla í 10-15 mínútur eða þar til sósan fer að þykkna. Taktu af hitanum og bættu steinseljunni og basilikkunni út í, 2/3 af fetaostinum og smakkaðu til með salti og pipar.

Skerðu fiskinn í bita og raðaðu í eldfast mót. Helltu sósunni yfir fiskinn og myldu afganginn af fetaostinum yfir.

Bakaðu í ofninum í 10-15 mínútur eða þar til fiskurinn er tilbúinn og osturinn er gullinbrúnn.

 

Endilega smellið á „like“ á Facebook síðu Allskonar. 

allskonar-logo2

 

Skyldar greinar
Fiskibollur
Fiskur með kókosflögum og basil
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Þorskur með snakkhjúpi
Þorskhnakkar í karrísósu með lauk og eplum
Saltfiskur með mangó chutney – Einfaldur og góður
Fiskgratín með sveppum
Ofnbakaður skötuselur í karrí-mangósósu með kúskús
Mango chutney bleikja sem slær öllu við!
Fiskisúpa að vestan
Grillaður lax með himneskri marineringu
Gratineraðar pastaskeljar í tómatasósu
Þorskur með balsamik-lauk og sellerímús‏
Þorskur í pestómauki
Grænmetis bolognese með mascarpone
Ljúffengi og litríki fiskrétturinn