Fiskur með beikoni og eggjasósu

Jæææja…..fiskur og beikon. Mmmmmmm þessi er sko þess virði að prufa frá Ljúfmeti.com

Fiskur með beikoni og eggjasósu

Ef þú ætlar að elda réttinn þá skaltu alls ekki sleppa beikoninu. Passaðu frekar að hafa nóg beikon því það fer æðislega vel með fiskinum og sósunni. Beikonið kláraðist á undan fiskinum hjá okkur svo næst mun ég hafa meira af því. Svo æðislega gott.

Fiskur:

 • þorsk- eða ýsubitar
 • fiskikraftur (teningur)
 • salt
 • pipar

Eggjasósa:

 • 2 harðsoðin egg
 • 3 msk smjör
 • 1½ msk hveiti
 • 3 dl mjólk
 • 1 dl rjómi
 • salt
 • pipar
 • steinselja eða dill (má sleppa)
 • beikon

Skolið og þurrkið fiskbitana og leggið þá á fat. Saltið og piprið vel og leyfið að standa um stund.

Harðsjóðið eggin og hakkið þau fínt (mér þykir gott að skera þau bæði langsum og þversum í eggjaskera). Bræðið smjör í potti og hrærið hveitinu saman við. Hrærið mjólk saman við í smáum skömmtum og þar á eftir rjóma. Látið sósuna sjóða við vægan hita um stund og smakkið til með salti og pipar. Setjið hökkuðu eggin út í sósuna.

Setjið vatn og fisktening í pott og hitið þar til fer að sjóða. Setjið fiskbitana út í sjóðandi vatnið og setjið lokið strax á pottinn. Takið pottinn af hitanum og látið fiskinn liggja í heitu vatninu í ca 10 mínútur.

Steikið beikon og berið það fram með fiskinum, sósunni og kartöflum.

Skyldar greinar
Hummus
Fiskur í tómat og feta
Fiskibollur
Myndir
Döðlugott
Lambalæri með einfaldri hvítlaukssósu
Sykurpúðakakó
Fiskur með kókosflögum og basil
Ávaxtakaka með pistasíum
Drykkur sem bætir brennsluna á nóttunni
Gulrótaterta með kasjúkremi
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Brasilísk fiskisúpa
Þorskur með snakkhjúpi
Þorskhnakkar í karrísósu með lauk og eplum
Myndband
Svona færðu bragðgóðan kjúkling
Bananasplit í glasi með salthnetum og rjóma