Flott í morgunmatinn

Þetta er nú sannkallað æði í helgarmorgunmat. 
Smá „trít“ og allir í fjölskyldunni elska.

Morgunverðar „pizza“. Súper einfalt og alveg jummí.
Þessi kláraðist á núll einni hér á bæ.

1/2 bolli haframjöl
1 meðalstór banani
2 tsk. kókos hveiti (hægt að kaupa en ég set bara kokosmjöl í blandara og bý til mjöl)
1 tsk. Agave sýróp eða 1 tsk. hunang
1 tsk. hnetusmjör (velja gott)

Hræra öllu vel saman (gott að stappa bananann fyrst).
Setja svo blönduna á smjörpappír og móta hring.
Baka á ofnplötu.

Bakist við 200°C.
Fyrst í 8 mínútur en þá taka út og snúa botninum við.
Þá er að baka í 5 mínútur. Taka út og kæla.

Ofan á pizzuna:
Grísk jógúrt (eða blanda Grískri jógurt og AB-mjólk frá Örnu saman).
Ávexti eftir smekk.
Ég notaði kíví og nýtýnd bláber.
Stráði svo smá af Chia fræjum yfir.

Algjört sælgæti.

Fleiri girnilegar og hollar uppskriftir á Heilsutorg.
heilsutorg
SHARE