Þjóðarsálin: „Fólk er ótrúlega tilætlunarsamt og frekt“

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 
.
Í aðalatriðum þá er málið að það fer fyrir brjóstið á mér þegar fólki „bráðvantar“ gefins flatskjá, osfrv. Gefins og kraftaverkasíður spretta upp eins og gorkúlur og fólk er ótrúlega tilætlunarsamt og frekt.
.
„Þetta er bara drullerfitt“
Fólk biður um ótrúlegustu hluti og þetta gengur bara allt gersamlega fram af mér. Og ég veit alveg hvað það er að vera blönk. Núna á rúmu ári eru heildartekjur mínar 435.000 + námslán. Og mér leiðist þessi staðalímynd að bara þeir sem eru öryrkjar hafi rétt á að vera blankir. Þetta er bara drulluerfitt. Þegar skólanum líkur í apríl/maí á næsta ári hafa þessar “tekjur” dugað mér í 18 mánuði. Og þá verð ég heppinn ef ég fæ vinnu. Það vantar tugi þúsunda upp á að ég nái fyrir reikningum þennan mánuðinn, en mér dettur ekki í hug að nokkur eigi að borga það fyrir mig.
.
Mauka eigin barnamat
Þegar ég eignaðist barnið mitt var ég svo ótrúlega heppin að fá gefins föt og hef þar að leiðandi ekki þurft að kaupa nema nokkrar samfellur í heildina, og svo taubleiur. Ég kaupi ekki tilbúin mauk, ég kaupi sætar kartöflur og mauka sjálf. Ég kaupi ekki handsápu venjulega, heldur í dunkum og fylli á því það er ódýrara. Ég kaupi þvottaduft líka í stórum poka og geymi í plastdalli, því það er ódýrara. Og þó maður sé sparsamur og hagsýnn og leyfir sér ekki neitt þá bara dugar þetta ekki.
.
Fólk að misnota gjafir annarra
En svo sér maður að fólk í góðri trú mokar aurum í hjálparstarf sem einstaklingar á facebook standa fyrir, einstaklingar sem maður veit til þess að hafa það bara þokkalegt. Ein sem ég er búin að þekkja lengi býr í stóru einbýlishúsi og maðurinn hennar er sjómaður er mjög dugleg að pósta og fá allskonar aðstoð, matar og peninga, gefins föt og fleira, og lætur hljóma eins og hún sé einstæð með fullt af börnum. Þetta hryggir mig því ég veit að það eru aðrir sem þyrftu töluvert meira á þessu að halda. Og ekki getur maður sagt neitt, maður yrði tekinn af lífi fyrir að uppljóstra einhverju svona þegar fólk óskar eftir aðstoð sem það þarf ekki. Það er svo ofboðsleg múgæsing einhvernvegin í kringum þetta allt.
.
Þarf að vera betra eftirlit
Er ekki hægt að vekja fólk til umhugsunar áður en það leggur pening inná einhvern, ef þeim langar að aðstoða að hreinlega fara í gegnum féló, mæðrastyrksnefnd, eða eitthvað. Ég veit svosem ekki hver besta leiðin væri.
.
Skyldar greinar
Myndir
Inni í herbergjum heimsins
Myndband
Hann var gómaður af báðum kærustunum
„Er ekki hissa á að konur selji sig á Íslandi“
Myndir
Þau dæmdu myndina án þess að vita söguna
2
“Hæ! Sjáðu myndina af mér og segðu mér að þig líki vel við mig”
Kanye West þarf að fara í meðferð ef hann vill að hjónabandið gangi
Myndband
Hvað eru þessir samfélagsmiðlar að gera við heilann í okkur?
Staldraðu aðeins við
Myndband
Afhverju eru blæðingar ennþá tabú?
„Á föstudagskvöldið tókuð þið ástina í lífi mínu“
3
Barnið mitt fékk krabbamein
„Ég var í stríði við ill öfl þennan morgun“
„Í gærkvöldi íhugaði ég sjálfsvíg“
Myndband
Er hægt að komast á stefnumót í dag á ,,gamla mátann”?
Kærastinn misnotaði systur hennar kynferðislega
Myndband
ALLTOF GOTT! Svona leit Facebook út fyrir tíu árum síðan!