Foreldrar – Passið upp á sundskýlur drengjanna ykkar

Hætturnar leynast víða og þar með talið í netinu sem er innan í sundbuxum drengja og manna. Þó að eldri börn og menn eru fljótir til að taka eftir óþægindum sem tengjast þessu neti, þá eru ung börn ekki alltaf eins fær í að tjá sig um óþægindin sem þessu getur fylgt.

Ein móðir fer nú af stað með varnarorð til hinna um hættuna sem leynast í sundbuxunum og hafa sumir gengið svo langt að kalla þetta net typpa kyrkjara og missti þessi litli drengur næstum typpið sitt út af því.

Sjá einnig:Sumar, börn og slysahættur

Þau voru í fríi á Spáni og kominn var tími til að fara í sturtu eftir útiveruna, þegar móðir hans áttaði sig á því óhugsanlega – Netið var að stöðva allt blóðflæðið í typpi drengsins og var hann sárþjáður fyrir vikið og grét hann sárum gráti, sem hún hafði aldrei heyrt áður.

Þau gátu með endu móti losað sundbuxurnar af drengnum og  fóru því með hann í skyndi á þjónustuborðið og þurftu að biðja um skæri til að klippa þær af honum áður en þau gátu farið með hann til læknis, þar sem hann fékk viðeigandi læknisþjónustu. Í fyrstu höfðu þau áhyggjur af varanlegum skaða, en sem betur fer jafnaði drengurinn sig að fullu.

Sjá einnig: Verndum börnin fyrir geislum sólar

 

1A-1

2A-1

SHARE