Frábær fiskréttur í rjómasósu með grænmeti og fetaosti

Í þennan rétt er hægt að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum hverju sinni og nýta þannig það sem þið eigið þegar til. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt

Sjá einnig: Fiskur í ljúffengri sósu

Ekta mánudags.

IMG_1450

Fiskréttur í rjómasósu með grænmeti og fetaosti

800 g þorskur/eða ýsa
2 stórir laukar
2 hvítlauksrif
2 rauðar paprikur
250 g sveppir
300 g spínat, ferskt
3 dl rjómi eða kókosmjólk (t.d. frá Blue dragon)
200 g fetaostur
6 kirsuberjatómatar
olía til steikingar
safi af einni límónu
2 tsk fiskisósa (t.d. Fish sauce frá Blue dragon)
Smakkið til með:
chilíkryddi
salti og pipar
timían og oreganó

  1. Saxið lauk, hvítlauk og paprikuna. Steikið lauk og hvítlauk á pönnu og bætið síðan paprikunni saman við.
  2. Steikið sveppina á annarri pönnu upp úr smjöri þar til þeir eru orðnir gylltir að lit.
  3. Hellið laukblöndunni og spínati saman við. Það mun líklegast fylla pönnunna en minnkar fljótlega.
  4. Bætið síðan rjóma (kókosmjólk), límónusafanum saman við og smakkið til með kryddum.
  5. Skerið þorskinn í bita og steikið upp úr smjöri í örstutta stund við háan hita. Kryddið með pipar.
  6. Hellið grænmetisblöndunni í eldfast mót og raðið þorskflökunum yfir það.
  7. Dreifið fetaostinum yfir allt og einnig kirsuberjatómötum. Kryddið með timian. Kreystið það sem eftir var af límónunni yfir fiskinn.
  8. Bakið við 200°c heitan ofn í um 20 mínútur.
Skyldar greinar
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Fiskur í tómat og feta
Fiskibollur
Myndir
Döðlugott
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Heimagerður rjómaís
Fiskur með kókosflögum og basil
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu
Brasilísk fiskisúpa
Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum
Þorskur með snakkhjúpi
Mexíkósk kjúklingabaka
Myndband
Notaðu eggjaskera til að skera annað en egg