Frosting kaka

Frosting kaka er ein af mínum uppáhalds en súkkulaði kaka með frosting fluffy kremi og kaldri mjólk MMM!
Langar til þess að deila með ykkur uppskriftinni sem ég geri alltaf!

Súkkulaðibotn

Innihald:

150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjörlíki
2 stk egg
260 gr hveiti
1 tsk matarsóti
1 tsk lyftiduft
hálf tsk salt
40 gr kakó
2 dl mjólk

Vinnið vel saman sykur og smjör og setjið egg saman við eitt í einu. Blandið saman þurrefnum og setjið saman við ásamt mjólkinni, bakið í tveimur formum við 180 í c.a 19-22 mín

Frosting krem

200 g sykur
1 dl vatn
4 stk eggjahvítur
1msk síróp
1 tsk vanilludtopar

Sykur og vatn er soðið saman, eggjahvíturnar eru þeyttar, sykurlögurinn er hitaður í (120) í c.a 12-15 mín þar til hann fer að þykkna. Hellið sykurleginum í mjórri bunu út í hvíturnar ásamt sírópinu og vanilludropunum. Þeytið þar til kólnar og setjið strax á kökuna. (krem sett á milli og ofan á)

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here