Þjóðarsálin: Fyrir dóttur mína

Málin standa þannig hjá mér að ég er búsettur erlendis og á 4 ára gamalt barn á íslandi. Barnið hefur þekkt mig alla sína ævi og hefur alltaf verið mjög háð mér.

Móðir barnsins neitar mér að hafa samband við barnið nema í gegnum síma. Ég hef beðið margoft að barnið fái að tala við mig í gegnum síma, og hún kemur með þau rök að ég fái ekkert að umgangast það eðlilega nema ég sé á landinu. Og segir að ég get ekkert alið upp barn í útlöndum.

Þegar við hættum saman voru hlutirnir eðlilegir með umgengni og það var engin þörf á samningi með umgengni. Núna er barnið orðið bitbein á milli mín og móður hennar og hún hefur gengið svo langt að skipta um símanúmer svo ég fái ekki eðlilegar upplýsingar um heilsu barnsins.  Já, einu upplýsingarnar sem ég hef fengið um barnið er í gegnum leikskólann. Og um jólin og á afmælisdegi hennar fékk ég ekki að vita neitt né hvað hún fékk í jólagjöf.

Ég kom til stelpunnar minnar fyrir stuttu og hún var svo ánægð að sjá mig og við áttum frábæran tíma saman. Hún veit vel hver pabbi hennar er og við grétum bæði þegar leiðir okkar skildu. Núna er ég aftur kominn út og allt komið í sama farið með umgengi með litlu stelpuna.

Ég gaf litlu stelpunni minni mynd í ramma af okkur saman og ég sagði að þetta væri hennar eign og að hún ætti að hafa þetta á góðum stað fyrir sig. Síðan hringi ég stuttu seinna og stelpan vissi ekki hvar myndin væri og hún segir að myndin sé týnd. Þá hefur móðir barnsins sett myndina upp í hillu og á stað þar sem barnið kemst ekki í þetta.

Ég hef margbeðið um að hún vinni með mér, að stelpan fái að eiga eðlileg samskipti við föður sinn  og því er alltaf neitað. Það er bara símtal einu sinni í viku og það kemur ekki til greina að stelpan fái að nota Skype.

Staðan á mér andlega er mjög slæm og ég upplifi mikið sorgarferli og höfnun fyrir því sem skiptir mig miklu máli. Fjölskylda og vinir líta á þetta sem andlegt ofbeldi, að maður fái ekki eðlileg samskipti við barnið sitt.

Ég skil ekki hvernig fólk getur sett höft á því að barnið sitt hafi eðlilegt samband við annað foreldrið og því miður finn ég engin rök fyrir þessu. Ég er alltaf að vona að móðirin sjái eftir þessari hegðun og leyfi mér að byggja upp samband við dóttur mína.

Með þessu litla bréfi er ég ekki að reyna spila fórnarlamb, ég er frekar að hugsa um þann sem þetta bitnar mest á og það er litla 4 ára stelpan mín.

Núna er staðan orðin þannig að ég kominn með pappíra í hendur og ég mun gera þá lagalega kröfu að barnið mitt fái að halda uppi eðlilegu sambandi við mig og ég mun ekki hætta fyrr enn að ég endurheimti tengslin við hana aftur. Ég er líka tilbúinn að fara í forræðisdeilu með þeim rökum að móðirin er að brjóta á rétti barns að hafa samskipti við föður.

Ég vona að mæður sem halda börnunum sínum frá hinu foreldrinu sínum lesi þetta bréf og átti sig á þeim mannréttindum sem er verið að brjóta.

 ————————

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

SHARE