Gamaldags vínarbrauð með sultu og glassúr

Þetta æðisgengna vínarbrauð er frá Ljúfmeti og lekkerheitum. 

vinarbraud155

 

Vínarbrauð með sultu og glassúr

 

Vínarbrauð með sultu og glassúr

 

Vínarbrauð með sultu og glassúr

Vínarbrauð með sultu og glassúr 

  • 125 g smjör við stofuhita
  • ¾ dl sykur
  • 1 egg
  • 3 ½ dl hveiti
  • ½ tsk lyftiduft
  • um ¾ dl hindberjasulta frá St. Dalfour

Glassúr

  • 1 dl flórsykur
  • ¾ msk vatn

Hitið ofninn í 175°. Hrærið saman smjör og sykur. Bætið eggi og lyftidufti saman við og hrærið saman í slétt deig. Bætið að lokum hveiti saman við og hrærið þar til deigið er orðið slétt. Skiptið deiginu í þrjá hluta og rúllið hverjum hluta út í lengju. Mótið holu eftir miðri lengjunni og setjið sultuna þar í. Bakið í miðjum ofni í um 15 mínútur.

Látið lengjurnar kólna í nokkrar mínútur áður en glassúrinn er settur á. Hrærið saman flórsykri og vatni og setjið yfir lengjurnar. Skáskerið lengjurnar í bita áður en þær kólna alveg.

Vínarbrauð með sultu og glassúrVínarbrauð með sultu og glassúrVínarbrauð með sultu og glassúrVínarbrauð með sultu og glassúrVínarbrauð með sultu og glassúr

 

Ljúfmeti á Facebook.

Skyldar greinar
Kardimommuhnútar
Súkkulaðibitakökur með Rolo-molum
Himneskar smákökur
Kleinurnar hennar mömmu
Margra laga súkkulaði- og jarðaberjaterta
Vatnsdeigsbollur
Gulrótar- og bananaskonsur
Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi
Eplakaka með súkkulaði og kókos
Banana bollakökubrownies
Pekanhnetubitar
Amerískar heilhveitipönnukökur með banönum
Hálfmánar með sultu
Súkkulaði- marengstoppar með lakkrískurli
Sírópslengjur sem bráðna í munninum
Hafrastykki með jarðaberjasultu