Geðveiki af völdum kannabisneyslu

Geðveikisástand getur komið fram hjá kannabisneytendum eftir mjög mikla neyslu. Stundum kemur þetta fyrir hjá einstaklingum, sem aðeins hafa tekið inn lítið magn af kannabis, jafnvel aðeins reykt einn kannabis-vindling.

Geðveikisástand eftir neyslu kannabis einkennist af:

Sjúklingurinn verður ruglaður. Hann fær ofskynjanir og ranghugmyndir, verður tilfinningalega óstöðugur. Geðveikisástandið getur staðið yfir í nokkrar klukkustundir eða dögum saman, en gengur yfirleitt alltaf yfir innan viku frá því neyslu efnisins var hætt.

Hætta á að köstin endurtaki sig

Þeir sem nota kannabis að staðaldri geta fengið endurtekin geðveikiköst og sumum neytendunum tekst jafnvel að halda sér í viðvarandi geðveikisástandi, sé neyslan mikil og stöðug.

Hins vegar hefur aldrei verið sýnt fram á með neinni vissu að kannabisneysla sem slík leiði til langvarandi geðveikisástands eftir að neyslunni er hætt þrátt fyrir að iðulega hefur verið getið um óþægilegar depersonalisations tilfinningar eða derealisations tilfinningar. Þær geta staðið yfir í marga mánuði og tengist það sennilega því hve hægt kannabinoiðarnir skiljast út úr líkamanum.

Ofsjónir

Flashback kemur fyrir hjá kannabisneytendum, en oftast nær virðist þó vera um að ræða neyslu á LSD samtímis, eða öðrum skynvilluefnum. Við samanburð á tveim hópum sjúklinga, þar sem annars vegar voru kannabisneytendur, sem orðið höfðu geðveikir með aðsóknarhugmyndum, en hins vegar hópur af geðklofasjúklingum með paranoid schizophreniu, kom í ljós, að þrátt fyrir að báðir hóparnir þjáðust af ofskynjunum, voru ofsjónir aðeins fyrir hendi hjá þeim, sem notað höfðu kannabis.

Aukin áhætta á geðklofa

Hjá þeim var engin truflun á meðvitund eða merki um hugsanatruflanir, s.s. hugsanablokk, eða truflun á túlkun eða meðferð hugtaka. Margir höfðu aukið hugsanastreymi og hugarflug. Það er í samræmi við að áður hafði verið sýnt fram á aukna tíðni hyphomaneinkenna við geðtruflun af völdum kannabis. Ýmislegt bendir til þess, að kannabisneysla geti framkallað schizophreniu hjá þeim, er hafa tilhneigingu til þess að veikjast af þeim sjúkdómi. Hún leiðir líka oft til lélegri meðferðarstjórnar hjá geðklofasjúklingum, þar sem búið var að gera sjúkdómsástandið stöðugt með neuroleptica.

Þol fyrir kannabis þekkist og fráhvarfsheilkenni svipað því sem kemur eftir ofnotkun benzodiazepins, sést stundum.

Þessi grein er frá vefnum Doktor.is og er birt með leyfi.

Screen Shot 2014-11-26 at 18.53.23

Tengdar greinar:

Níu ára stúlka kærir foreldra sína fyrir hassreykingar

Doktor.is – Er partý í Dúfnahólum 10?

Doktor.is – Andlegt heilbrigði um jólin

SHARE