Geggjuð súkkulaðikaka með súkkulaðimyntukremi

Þessi dýrð er fengin af sælkerablogginu hennar Erlu Guðmunds. Þessa köku verða allir að prófa – enda er fátt sem toppar það þegar súkkulaði og piparmynta eru komin undir sömu sæng.

Sjá einnig: Súkkulaðikaka á þremur mínútum

img_20150608_191830

Botnar

250 gr hveiti

250-300 gr sykur

125 gr brætt smjörlíki

125 ml nýmjólk

1/2 tsk salt

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1 tappi vanilludropar

4 msk kakó

2 egg

Sjá einnig: Unaðsleg kaka með hnetubotni og súkkulaðimús

  • Þessu er öllu skellt í hrærivélina og hrært í 2 til 3 mínútur.
  • Hægt að setja í hvaða form sem er, ég setti deigið í 2 hringlaga form. Þetta bakast svo í 20 – 25 min við 180°C.

Myntusmjörkrem

200-250 gr íslenskt smjör (við stofuhita)

4-5 dl flórsykur

4 msk kakó

2 eggjarauður

2 tappar piparmyntudropar

  • Ég skreytti síðan með Piparmyntu Nóa kroppi til þess að fullkomna piparmyntubragðið.

Verði ykkur að góðu!

SHARE