George Michael er látinn

George Michael er látinn, aðeins 53 ára að aldri, en hann lést í morgun, Jóladag.

Umboðsmaður hans staðfesti í samtali við Hollywood Reporter að söngvarinn hafi látist vegna hjartaáfalls. Það sem er einstakt við tilfelli Georg er að hann hafði ekki fundið fyrir neinu í sambandi við hjartað fyrir þetta.

Sjá einnig: George Michael var hætt kominn af lungnabólgu – frestar 9 tónleikum!

„Það er með mikilli sorg sem við staðfestum að sonur okkar, bróðir og vinur, George, lést friðsamlega í morgun á heimili sínu,“ sagði í tilkynningu frá fjölskyldunni. „Fjölskyldan fer þess á leit að þau fái næði á þessum erfiðu og tilfinningaþrungnu tímum. Það verða engar frekari upplýsingar gefnar að þessu sinni.“

Margar stjörnur hafa set inn virðingarvott um stjörnuna nú þegar. Þar má meðal annars nefna Elton John, One Republic og Nathan Sykes.

 

 

SHARE