Mick Jagger varð, eins og alþjóð veit, faðir í 8. sinn á dögunum, á 74. aldursári þegar honum og ballerínunni Melanie Hamrick fæddist myndarlegur drengur.
Sjá einnig: Mick Jagger á von á 8. barni sínu
Heimildamenn segja að hann geti ekki slitið sig frá drengnum og vilji eyða sem mestum tíma með honum – og er það töluverð breyting frá því hann áður eignaðist börn en árum áður var hann líklega ekki kandidat fyrir foreldraverðlaun af neinni sort. Jagger flaug til New York til þess að vera viðstaddur fæðinguna en þarf brátt að snúa aftur til Bretlands. Hjónaleysin hafa enn ekki ákveðið nafn á hinn nýfædda dreng en Jagger ætlar að snúa aftur strax í janúar enda gerir hann sér grein fyrir því að tími hans með örverpinu gæti verið af skornum skammti enda yngist hann varla úr þessu – þrátt fyrir að vera enn í feikna fjöri. Elsta barn Jagger, Karis Hunt Jagger, er 17 árum eldri en nýjasta barnsmóðirin og hann varð langafi árið 2014.