Getur maður ofdekrað barnið?

Mig langar að barninu mínu líði vel og þoli illa að heyra það gráta.  Ég tek það upp ef það byrjar að kvarta og reyni að taka það upp áður en kvartið verður að gráti.  Dóttir mín er 6 vikna og sumir hafa nefnt það við mig að ég sé mikið með hana á handleggnum og eigi eftir að lenda í vítahring við það að dekra svona mikið við hana.

 

Ég hef lesið mér til um þetta en ungbörn eru nefnilega alveg laus við að vera frek.  Þau þurfa alla þá umönnun og athygli sem þú getur gefið þeim.  Ofdekruð börn hafa komist upp með að nota neikvæða hegðun til að fá það sem þeim langar í.  En barnið mitt er enn of ungt til að vera frekt, hvað þá að spila á mig. Hún kvartar ef eitthvað er að, hvort sem hún er svöng, vantar nýja bleyju, þarf að ropa eða ef hún þarf að kúra í hálsakotinu á mömmu eða pabba.

 

Auk þess er það staðreynd að ef foreldrar bregðast hratt við þá eru þeir að byggja upp sjálfstraust barna sinna, sem getur svo borgað sig þegar fram líða stundir.  Ef ungbörn fá þá athygli sem þau þurfa þá verða þau öruggari með sig og það kemur í veg fyrir kvíða sem svo gefur börnunum hugrekki til að kanna heiminn upp á eigin spítur.  Þegar börnin finna að grátur þeirra er tekinn alvarlega þá er ólíklegra að þau gráti út af engu.  Ef foreldrar bregðast fljótt við þörfum barna sinna mun það leiða til þess að í framtíðinni verða börnin rólegri og ekki eins krefjandi.

Sjá einnig: Hvað finnst þér um þessar uppeldisaðferðir? – Myndir

Hins vegar þegar börn eru orðið 6-8 mánaða gömul fara þau að átta sig á orsök og afleiðingu.  Til dæmis að glasið dettur niður á gólf þegar því er sleppt.  Þau munu líka byrja að sjá tengsl milli þess sem þau gera og viðbragða foreldranna.  Á þessum tímapunkti er gott að fara að setja mörk.  Ef börn byrja að gráta til að fá eitthvað sem þau þurfa ekki bíðið þá með að sinna þeim og knúsið þau þegar þau róast aftur.  Svo er alltaf gott að knúsa og hrósa börnum fyrir góða hegðun.

 

Rétt blanda af ást og umhyggju mun á endandum skila sér í því að börnin skilja hvar þau standa í lífinu, en núna meðan dóttir mín er svona ung þá ætla ég bara að halda áfram að hlusta á mömmuhjartað og gefa henni alla þá athygli og umönnun sem ég get. Skiptir þá engu hve mikið ég þarf að halda á henni.

SHARE