Giftist bestu vinkonu mömmu sinnar

Manni þykja fjölskyldumynstur íslenskra fjölskyldna oft mjög flókin en þessi fjölskylda í Englandi slær öll met, ef satt skal segja.

Þetta hófst með því að hin 26 ára gamla Elizabeth féll fyrir bestu vinkonu mömmu sinnar. Simone. Vinkonan heitir Elaine Phillips og var gift Gary Butterworth. Bæði Gary og Simone gáfu hinum ástföngnu konum sitt samþykki og þær fóru að vera saman.

 

Sjá einnig: Lesbískt par speglar meðgöngu beggja kvenna gegnum gullfallegar ljósmyndir

 

Það sem gerir þetta allt enn meira öðruvísi er að Gary og Simone felldu svo hugi saman og þau fóru líka að vera saman.

Í samtali við Sunday People sagði Elizabeth að hvorki hún né Elaine hefðu nokkurntímann laðast áður að konum.

„Þegar við fundum hvor aðra var tengingin rafmögnuð. Elaine hefur sýnt mér hvað ástin er og  við erum það heppnar að fólkið í lífi okkar hefur stutt okkur,“ segir Elizabeth og bætir við að Gary og Elaine elski hvort annað ennþá, bara sem vinir.

„Okkur fannst það ekkert skrýtið þegar mamma og Gary byrjuðu saman – Við vorum bara í skýjunum með hvað þau voru hamingjusöm. Okkur leið eins og þetta hefði alltaf átt að vera svona.,“ segir Elizabeth og segir þær núna vera að reyna að eignast barn en þær gengu í hjónaband seinasta sumar og tók Gary margar myndir af þeim á brúðkaupsdaginn.

PROD-Elaine-and-Lizzie

 

 

Því miður endar ævintýri fjölskyldunnar ekki þarna.

PROD-Gary

Nú í febrúar fékk Gary mjög alvarlegt heilablóðfall, aðeins 47 ára gamall og lést eftir nokkra daga á spítalanum. Nú býr Elaine í nánd við Elizabeth og Simone og saman takast þær á við sorgina.

Sjá einnig: Lesbískur ástarþríhyrningur – Barn á leiðinni

PROD-Elaine-Lizzie-and-mum-Simone (1)

„Við Gary fengum alltof stuttan tíma saman en hann var ástin í lífi mínu,“ sagði Elaine. „Ég verð samt bara að halda áfram því Gary hefði viljað það.“

PROD-Elaine-Lizzie-and-mum-Simone

Elaine og Simone eru sammála um að ástarsamband kvennanna hafir styrkt vinasamband þeirra og þær séu nánari en nokkurntímann.

 

 

SHARE