Góð húsráð – Nokkur sniðug og ódýr ráð

Kjúklingasúpa

Lengi hefur það tíðkast að börnum sem eru lasin hefur verið gefin súpa af kjúklingum og var fátt talið betra til að vinna á kvefi. Súpan hlýjar og í henni er góð næring. Því er líka haldið fram að í henni séu efni sem hjálpa líkamanum að vinna á kvefpestum. Notuð við kvefi

(Langar að bæta því við að mér finnst sólhattur vera frábær til að taka inn sem fyrirbyggjandi lyf gegn kvefi.)

Olía úr negulnöglum

Í negulnaglaolíu er mikið af eugenol, efni sem slær á sársauka og drepur bakteríur  og er mikið notað til að slá á tannverk. Venjulega er það notað þannig að nokkrum dropum er blandað saman við ólífuolíu.  Bleytið bómull í blöndunni og setjið á svæðið þar sem tannpínan er. En þeir sem nota þetta efni ættu að athuga eftirfarandi:  Ef óblönduð negulnaglaolía er sett á slímhúð í munnholinu getur það valdið sviða, skemmdum á taugum og sársauka og mikið magn af olíunni getur valdið uppköstum, sárindum í hálsi, flogum, andarteppu og  nýrna- og lifraskaða.  Ekki ætti að bera negulnaglaolíu á sár. Notuð við tannpínu

Matarsóti

Notaður við magakveisu

Allir kannast við matarsóta. Sóti er í mjög mörgum magalyfjum sem seld eru í apótekum. Hann lækkar  háar magasýrur. Gott er að leysa 1 tsk. af matarsóta upp í glasi af vatni, drekka vatnið og láta sér batna í maganum!  Og hvað með það þó drykkurinn sé ekki góður á bragðið?

Nýmjólk

Herpes vírusinn veldur frunsum og þess vegna er ekki hægt að lækna þær. En það eru ýmis ráð tiltæk sem hægt er að nota og flýta fyrir því að frunsan lokist. Það er vel þekkt að nota nýmjólk á frunsur. Í nýmjólk er efni sem heitir Monocaprin og það slær á virkni vírusins svo að sárið nær fyrr að gróa.     Notuð til að græða frunsur

Engifer

Engiferseyði er frábært til að hreinsa líkamann en einnig finnst mér frábært að drekka engiferseyði ef ég er með hálsbólgu, ég finn mun þegar ég er slæm í hálsi og drekk engiferte. Mér finnst lang best að skera niður engifer og sjóða úr því seyði, það er ekkert endilega gott á bragðið en svínvirkar.

Að leggjast á vinstri hliðina

Oft fær maður magaverki vegna lofts í maga. Þetta er gamalt húsráð sem amma kenndi mér, að leggjast á vinstri hliðina. Liggðu í smá stund og ef þú ert með vindverki mun loftið fara á hreyfingu og þú prumpar verknum úr þér, þetta virkar við vindverkjum, oft þarf maður bara að hleypa af stóru byssunum and all is good in the neighbourhood.

Hunang

Það er líklegast ekkert lyf eins gott á bragðið og hunang. Vísindalegar rannsóknir hafa leitt í ljós að hunang er alveg jafn áhrifamikið og rándýr hóstameðöl- hvort sem það er borðað upp úr krukkunni með skeið eða sett út í te. Notað við hálsbólgu og særindum í hálsi

Edik

Auðvitað er eina rétta leiðin til að koma sér hjá hættunni og sársaukanum sem sólbruni veldur að láta sólina ekki skína lengi á bert holdið. En það er hægt að gera ýmislegt til að draga úr óþægindum sem maður getur haft ef maður hefur verið lengi úti í sól. Það er ótrúlegt en þó satt að ef ediki, annað hvort blönduðu eða óblönduðu er úðað á húðina dregur það úr sviðanum. Það getur líka verið ágætt að leggja rakt handklæði með edikblöndu á sólbrennda svæðið þó að ediklyktin geti farið illa í fólk eftir dálítinn tíma. Notað við sólbruna

Sterkt límband

Hér er enn einn hluturinn sem er til á flestum heimilum. Það er sannað að límbandið má nota með góðum árangri til að fjarlægja vörtur.  Í rannsókn sem var gerð á hversu ágætt límbandið væri til að fjarlægja vörtur kom í ljós að vörturnar hurfu í 85% tilvika en þegar þær voru brenndar burtu með efnum var árangur um 60%. Þegar þú setur límbandið yfir vörtu og lætur það vera á í langan tíma kæfir þú vörtuna, hún hreinlega drepst. Þegar ég var krakki var ég alltaf á táslunum í íþróttahúsinu og mikið í sundi, fékk eðlilega nokkrar vörtur á fæturnar og þetta var það eina sem virkaði, ég hafði reynt að láta brenna þær af mér oft og mörgum sinnum en aldrei fóru þessi helvíti!

Naglalakk

Glært naglalakk er sett á bitið og það myndar verandi hjúp um það, dregur úr kláðanum og líkaminn fær næði til að græða sárið án þess verið sé að klóra í það.  Notað við flugnabitum

Barnapúður

Það kemur fyrir í annríki nútímans að fólk hefur ekki tíma til að fara í sturtu. Það er sjálfsagt hægt að fela lykt með ilmvötnum og svitameðali en barnapúður bjargar málunum þegar hárið er orðið feitt.  Maður nuddar bara eins og einni teskeið af púðri í hárið og þá ber miklu minna á fitunni en áður.   Notað við feitu hári

Ólífuolía

Margir foreldrar nota volga ólífu olíu til að draga úr eyrnaverk hjá ungum börnum. Það er álitið að hlý olían slái á sársaukann í bólginni hljóhimnunni og dragi úr sárum verknum sem verður í sýktu eyranu.

Athugið! Leitið alltaf ráða hjá lækni áður en farið er að nota heimagerð lyf til lækninga.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here