Gómsæt blómkálssúpa með eplum og beikonbitum

Súpur eru alltaf við hæfi á þessum árstíma, það er jú fátt betra en sjóðandi heit súpa þegar veðrið er ekki upp á marga fiska. Þessi uppskrift er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt.

Sjá einnig: Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostkurli

IMG_5185

Blómkálssúpa með eplum og beikonbitum

1 stór laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 tsk timían
1 tsk steinselja
7 dl vatn
2 grænmetisteningar
½ tsk múskat
300 g blómkál
1 epli, afhýtt og skorið í teninga
1 msk sæt chilísósa, t.d. Sweet chilí sauce frá Blue Dragon
pipar
1 dós sýrður rjómi 38%
1 pakki beikon, eldað þar til stökkt
rjómi (má sleppa)

  1. Steikið lauk og hvítlauk í 1 msk af olíu þar til það er orðið gyllt á lyt. Hellið því næst vatni, grænmetisteningum, kryddi og múskati saman við.
  2. Skerið blómkálið í litla bita og látið út í súpuna ásamt eplabitum og sweet chilí sósu. Piprið ríflega og bætið við kryddum að eigin smekk.
  3. Eldið í um 25 mínútur eða þar til blómkálið er orðið mjúkt. Maukið súpuna í matvinnsluvél.
  4. Kælið líttilega og bætið síðan sýrðum rjóma saman við. Hitið súpuna og berið fram með beikonkurli og rjóma.
Skyldar greinar
Grænmetissúpa
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Myndir
Döðlugott
Blómkálssúpa með rauðu karrý
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Íslensk kjötsúpa
Humarsúpa
Heimagerður rjómaís
Aspassúpa – Vinsæll forréttur um hátíðirnar
Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu
Brasilísk fiskisúpa
Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum
Þorskur með snakkhjúpi
Mexíkósk kjúklingabaka