Gómsæt steikt hrísgrjón með kjúkling

Ég er ekki mikill kokkur og hef aldrei verið. Ég var lengi vel að reyna að láta fólk halda að ég kynni að elda, því mér fannst einhvern veginn að ég ÆTTI að kunna það þar sem ég er alin upp á hóteli og svona. En það er ekki þannig. Ég get alveg eldað en ég er enginn ástríðukokkur og er betri í því að elda venjulegan heimilismat frekar en nokkurn tímann einhvern veislumat.

Ég ákvað þó að slá til þegar mér bauðst að fá vörur frá Blue Dragon til að elda úr um daginn því ég elska austurlenskan mat og var til í að taka þetta stóra og ábyrgðarfulla skref. Ég verð að segja að ég kom sjálfri mér skemmtilega á óvart og maturinn var ljúffengur en vörurnar eru þannig að nánast hver sem er getur búið til dásamlegan austurlenskan mat án mikillar fyrirhafnar.

Sjá einnig: Syndsamlega ljúffengt satay-kjúklingasalat

Einn af réttunum sem ég prófaði að gera voru Steikt hrísgrjón:

Uppskriftin er eftirfarandi:

55 gr sveppir
2 egg
2 tsk Blue Dragon Sesame Oil
Örlítið salt
4 msk olía
3 bitar af engifer
55 gr paprika
100 gr kjúklingur
425 gr soðin hrísgrjón frá Tilda Basmati
3 vorlaukar

 

Aðferðin var mjög einföld:

Ég byrjaði á því að sjóða hrísgrjónin eins og leiðbeiningarnar sögðu til um utan á pakkanum. Svo skar ég niður kjúklinginn í litla bita og steikti á pönnu og geymdi hann í skál. Ég skar svo niður sveppina, paprikuna, vorlaukinn og engiferið.

nota vorlaukur

 

Næst setti ég tvær matskeiðar af olíu á pönnuna og steikti sveppina, paprikuna og engiferið og setti svo til hliðar.

Því næst setti ég eggin tvö í skál ásamt örlitlu salti og Blue Dragon Sesame olíunni og hrærði vel saman með gaffli.

2015-05-21 19.06.07

Nú ættu hrísgrjónin að vera tilbúin og þá er gott að sigta þau og leyfa þeim aðeins að bíða. Svo hitaði ég á meðan pönnuna en hún má vera vel heit. Þá setti ég tvær matskeiðar af olíu á pönnuna og  hellti svo eggjahrærunni á pönnuna og hrærði vel í henni meðan hún er að steikjast. Þá koma hrísgrjónin á pönnuna og þetta tvennt er látið steikjast vel. Síðan setti ég steikta grænmetið útí og leyfði því aðeins að steikjast saman áður en ég setti kjúklinginn og vorlaukinn á pönnuna í örstutta stund.

notahrisgr2

Þessi réttur var virkilega einfaldur og ótrúlega bragðgóður.

Núna er Blue Dragon vika í fullum gangi á hun.is. Við munum birta tvær uppskriftir á dag, í heila viku. Í byrjun næstu viku munum við svo draga út stórglæsilega Blue Dragon gjafakörfu. Það sem þú þarft að gera er að skilja eftir athugasemd hér að neðan og þá ertu komin/n í pottinn.

Hafðu í huga: því fleiri Blue Dragon uppskriftir sem þú skrifar athugasemd við – því meiri möguleikar á vinningi.

 

SHARE