Gosh Growth Serum: Örvar vöxt og þéttir hárin

Þetta serum er eiginlega alveg dásamlegt. Og ódýrt miðað við önnur efni af svipuðum toga. Gosh Growth Serum er bæði fyrir augnhár og augabrúnir. Því er ætlað að þétta hárin og örva vöxt þeirra.

Sjá einnig: Sumarlegir og gullfallegir augnskuggapennar frá Gosh

Fyrir lengri og þéttari augnhár er formúlan sett við rót augnhára bæði kvölds og morgna. Gosh Growth Serum er með örfínum pensli þannig að þetta er hið minnsta mál – bara eins og að setja á sig eye-liner (þar sem engar áhyggjur þarf að hafa af útkomunni af því að formúlan er jú glær).

IMG_2095

Eins er hægt að nota serum-ið til þess að þétta augabrúnirnar og fá svolítinn vöxt í þær. Ég smyr þessu í mínar áður en ég fer að sofa en fyrir sem bestan árangur er ráðlagt að gera það bæði kvölds og morgna.

Ég hef notað serum-ið í góðar fjórar vikur núna, án hlés. Ég sé tölvuverðan mun á báðum svæðum. Augabrúnirnar hafa tekið vaxtarkipp og augnhárin eru talsvert þéttari en áður.

Mæli með þessu!

Skyldar greinar
Dýraafurðir í snyrtivörum
Ráð til að láta gerviaugnhárin duga lengur
Láttu hárin vaxa og leggðu niður plokkarann
Myndband
Viltu læra að móta og fylla inn í augabrúnirnar þínar?
Myndir
Ert þú “trendsetter”? Þá verður þú að skoða þetta!
Að vera ábyrgur neytandi
Myndir
Hryllileg augabrúnaslys
Myndband
Mótaðu augabrúnirnar með sápustykki
Myndir
Lítur þú fagmannlega út?
Bonita býður í dekur! – Fagna 10 ára afmæli
Ekki nota þessar snyrtivörur of mikið
Myndband
Hlutir sem þú þarft að henda þegar í stað!
Örugg geymsla á frábærum stað
Myndband
Svona er best að setja á sig maskara
DIY: Svona plokkar þú þig með þræði
377
Langar þig í nýjan síma? Og skó!