Grænmetissúpa

Þessi súpa er æðisleg og kemur frá Allskonar.is. Þú getur notað allskonar grænmeti í hana og hún hitar öllum að innan.

 

Grænmetissúpa fyrir 4

 • 500gr hvítkál, fínsneitt
 • 1 msk ólífuolía
 • 3 skallottulaukar, fínsaxaðir
 • 1 gulrót, fínsöxuð
 • 200gr blómkál, grófsaxað
 • 200gr sellerírót, í litlum bitum
 • 1/2 paprika, í litlum bitum
 • 2 msk tómatpúrra
 • 1 tsk paprikuduft
 • 1 tsk cuminfræ
 • 1 L vatn
 • 2 teningar grænmetiskraftur
 • 1 lárviðarlauf
 • 1/2 rautt chili,  fínsneitt
 • 1/2 tsk timian, þurrkað
 • salt og pipar

Undirbúningur: 20 mínútur

Suðutími: 25 mínútur

Settu olíuna í stóran pott yfir meðalhita. Svissaðu hvítkál, lauk, sellerírót, blómkál, gulrætu og papríku í olíunni í 4-5 mínútur. Bættu þá við tómatpúrrunni og paprikuduftinu ásamt cuminfræjunum og steiktu í 2-3 mínútur

Bættu nú í pottinn vatninu, grænmetiskraftinum, chiliinu og lárviðarlaufinu og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu undir suðunni og láttu malla þar til grænmetisbitarnir fara að mýkjast, eða í um 8-10 mínútur.

Kryddaðu til með timian og salti og pipar eftir smekk.

Dásamleg súpa með smá sýrðum rjóma ofan á og nýbökuðu brauði.

 

Endilega líkið við Facebook síðu Allskonar. 

allskonar-logo2

Skyldar greinar
Hvað er að vera vegan?
Blómkálssúpa með rauðu karrý
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Íslensk kjötsúpa
Humarsúpa
Aspassúpa – Vinsæll forréttur um hátíðirnar
Brasilísk fiskisúpa
Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa
Fiskisúpa að vestan
Ostafyllt eggaldin
Ofureinföld tómatsúpa með tælensku ívafi
Einfalt sumarsalat með brokkolí, jarðarberjum og piparosti
Grænmetisbaka með fetaosti og furuhnetum
Speltpizza með tómatchilísósu
Quinoa skál með bökuðu grænmeti og hnetusósu
Fiskisúpa með karrí og eplum