Gratineraður fiskur á hrísgrjónabeði

Alltaf svo gott að fá sér fisk eftir helgina. Prófið þessa frá Ljúfmeti.com

Gratineraður fiskur á hrísgrjónabeði

 • hrísgrjón (ég sauð 1 1/2 bolla fyrir okkur átvöglin)
 • þorskur eða ýsa (ég var með 1 kg)
 • töfrakrydd (má sleppa)
 • 2,5 dl rjómi
 • 3 msk majónes
 • 2 tsk dijon sinnep
 • 2 tsk karrý
 • 50-100 gr ferskrifinn parmesan
 • rauð paprika
 • 1/2 blaðlaukur
 • 200 gr rifinn ostur

Hitið ofninn í 180°. Sjóðið hrísgrjón og leggið í botninn á eldföstu móti. Skerið fiskinn í sneiðar, leggið yfir hrísgrjónin og kryddið með salti, pipar og því sem þykir gott (ég notaði töfrakrydd frá Pottagöldrum). Hrærið saman rjóma, majónesi, sinnepi, karrý og parmesan. Smakkið til og saltið og piprið. Hellið sósunni yfir fiskinn og stráið fínskorinni papriku og blaðlauk yfir. Setjið að lokum rifinn ost yfir og bakið í ca 30 mínútur.

Skyldar greinar
Hummus
Fiskur í tómat og feta
Fiskibollur
Myndir
Döðlugott
Sykurpúðakakó
Fiskur með kókosflögum og basil
Ávaxtakaka með pistasíum
Drykkur sem bætir brennsluna á nóttunni
Gulrótaterta með kasjúkremi
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Brasilísk fiskisúpa
Þorskur með snakkhjúpi
Þorskhnakkar í karrísósu með lauk og eplum
Myndband
Svona færðu bragðgóðan kjúkling
Bananasplit í glasi með salthnetum og rjóma
Saltfiskur með mangó chutney – Einfaldur og góður