Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri

Svo gott að fá sér grillaðan maísstöngul og hér er frábær leið til að fá gómsætan maísstöngul. Uppskriftin kemur frá Lólý.

4 stk ferskir maísstönglar
250 gr smjör(mjúkt)
4 msk Garlic & Lemon sinnep(frá Nicolas Vahé)
salt
Basilika smátt söxuð

Byrjið á því að þeyta saman smjörið og sinnepið og smakkið til – gætuð þurft meira af sinnepinu en það fer alveg eftir smekk.
Takið maísstönglana og skellið á sjóðandi heitt grillið og grillið þá með hýði og öllu í 20 mínútur og passið upp á að snúa þeim mjög reglulega – þeir eru tilbúnir þegar hýðið er allt orðið mjög dökkt, nánast brennt.
Takið þá síðan af grillinu og látið kólna aðeins. Þá er best að taka allt hýðið af og hreinsa þá vel, skera endana og skella þeim í álpappír. Smyrið þá vel af smjörinu vel yfir þá alla og hafið alveg svolítið mikið magn af smjörinu í álpappírnum. Pakkið þeim vel inn í álpappírinn og skellið aftur á grillið í svona eins og 7 mínútur og þá verða þeir extra djúsí og góðir. Svo er bara að dreifa smá basiliku og salti yfir þá og auðvitað hafa nóg af auka smjörblöndu með.

loly
Skyldar greinar
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Myndir
Döðlugott
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Heimagerður rjómaís
Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu
Brasilísk fiskisúpa
Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum
Þorskur með snakkhjúpi
Mexíkósk kjúklingabaka
Saltfiskur með mangó chutney – Einfaldur og góður
Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum
Hollt og dásamlega gott bananabrauð
Snickers Marengskaka
Ofnbakaður skötuselur í karrí-mangósósu með kúskús
Smjördeigssnúðar með sultuðum rauðlauk og fetaosti