Grísk jógúrt með berjum

Frábær uppskrift frá Freistingum Thelmu. 
Grísk jógúrt rétt
Snilldin ein í morgunmat eða sem léttur og ferskur eftirréttur!
Innihald
1 dós grísk jógúrt
50 g tröllahafrar
7 msk hlynsíróp
1 tsk kanill
Bláber um 125 g
Jarðarber um 150 g
Kókos
Aðferð
Setjið tröllahafra í skál ásamt sírópi og kanil og hrærið vel saman. Hrærið jógúrtina vel og setjið um 2 msk í hvert glas, setjið bláber og niðurskorin jarðarber á milli og aftur um 2 msk af jógúrt ofan á og svo aftur ber. Setjið því næst tröllahafra ofan á og stráið smá kókos á toppinn. Að sjálfsögðu má blanda þessu saman að vild og nota hvaða ber sem er.
Ferskt og gott í bæði morgunmat eða léttan eftirrétt. Þetta bragðast jafn vel daginn eftir. Geymið í kæli.
Skyldar greinar
Brulée bláberja ostakaka
Risalamande með kirsuberjasósu
Myndband
3 fljótlegar uppskriftir af eftirréttum
Oreo skyrterta
Gulrótaterta með kasjúkremi
Myndir
Ótrúlegir súkkulaði skúlptúrar
Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum
Bananasplit í glasi með salthnetum og rjóma
Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma
Lúxusgrautur með súkkulaðibragði
Ostakökudesert með Dumle Snacks
Rabarbarapæ með stökkum hjúpi úr brúnuðu smjöri
Grillgott með kókosbollum og karamellum
Grillaður ananas með kókos, pistasíuhnetum og heitri súkkulaðisósu
Grillaðir bananar með After Eight
3
Sykurlaus rjóma og jarðarberja skyrís