Grískt lambalæri með tómat- og ólífusósu

Eru ekki allir byrjaðir að huga að næstu sunnudagsmáltíð? Þessi uppskrift er einföld og ótrúlega ljúffeng, enda klikkar lambalærið seint. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt.

Sjá einnig: Huggulegur haustmatur: Lambaskankar með rótargrænmeti 

IMG_1063

Grískt lambalæri með tómat- og ólífusósu

Lambalæri, ca. 3 kg.
6 hvítlauksrif
1 búnt ferskt oregano/má nota rósmarín
fínrifinn börkur og safi úr 1 sítrónu
6 msk ólífuolía
1 ½ kg kartöflur
1 dós (400 g) saxaðir tómatar
handfylli svartar ólífur

  1. Maukið hvítlauk, helminginn af kryddinu, sítrónubörkinn og klípu af salti saman. Bætið sítrónusafanum saman við og 1 msk af ólífuolíunni. Stingið göt á lambið með hníf og fyllið með kryddi og nuddið yfir allt lambið, geymið smá af maukinu til að setja yfir kartöflurnar.
  2. Setjið kartöflurnar í stórt eldfast mót, hellið yfir þær olíunni og setjið smá af kryddjurtamaukinu. Setjið lambið í mótið ásamt kartöflunum og látið í 180°c heitan ofn. Hellið safanum af kjötinu af og til yfir kjötið á meðan elduninni stendur. Hafið kjötið í heitum ofni í um það bil 2-3 klst (notið kjöthitamæli til að vera viss um rétta steikingu). Takið lambalærið úr ofninum og leyfið því að standa í smástund. Setjið afganginn af oreganó saman við kartöflurnar og hrærið vel saman.
  3. Setjið kartöflurnar í skál og haldið þeim heitum. Hellið tómötunum og ólífunum saman við safann af kjötinu og leyfið að malla í smástund.
  4. Berið lambið fram með kartöflunum, sósunni og góðu salati.
Skyldar greinar
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Lamba Korma
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Myndir
Döðlugott
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Heimagerður rjómaís
Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu
Brasilísk fiskisúpa
Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum
Þorskur með snakkhjúpi
Mexíkósk kjúklingabaka
Myndband
Notaðu eggjaskera til að skera annað en egg
Saltfiskur með mangó chutney – Einfaldur og góður
Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum
Hollt og dásamlega gott bananabrauð